Ferðast um langan veg fyrir fæðingu : áhrif skertrar fæðingarþjónustu og streita barnshafandi kvenna á landsbyggðinni : rannsóknaráætlun

Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. prófs í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Fækkun fæðingarstaða á Íslandi undanfarin misseri hefur leitt til þess að barnshafandi konur í dreifbýli þurfa í auknum mæli að leita sér fæðingarþjónustu fjarri heimabyggð. Tilgangur fyrirhugaðrar ranns...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Herdís Sif Ásmundsdóttir 1988-, Hildur María Kristbjörnsdóttir 1974-, Hrafnhildur Helgadóttir 1977-, Sandra Leifs Hauksdóttir 1991-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/27936
Description
Summary:Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. prófs í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Fækkun fæðingarstaða á Íslandi undanfarin misseri hefur leitt til þess að barnshafandi konur í dreifbýli þurfa í auknum mæli að leita sér fæðingarþjónustu fjarri heimabyggð. Tilgangur fyrirhugaðrar rannsóknar er að kanna hvort munur sé á streitu barnshafandi kvenna eftir búsetu í tengslum við minnkandi fæðingarþjónustu. Leitast verður við að varpa ljósi á hvort munur sé á því hvaða úrræði gegn streitu konur nýta sér eftir búsetu. Sambærileg rannsókn hefur ekki verið framkvæmd hér á landi áður og gæti því gefið góðar vísbendingar um hvernig þessum máluð er háttað. Niðurstöður fyrri rannsókna sýna að andleg vellíðan barnshafandi kvenna er forsendan fyrir því að barn í móðurkviði dafni vel og getur streita haft víðtæk neikvæð áhrif. Streita getur haft áhrif á þroska fósturs, andlega og líkamlega líðan móður, meðgöngulengd og fæðingu. Ýmis úrræði sem draga úr streitu og stuðla að betri líðan verðandi mæðra eru fyrir hendi. Við framkvæmd fyrirhugaðrar rannsóknar verður notast við megindlega rannsóknaraðferð þar sem gagna verður aflað með spurningalistum. Leitast verður við að svara eftirfarandi spurningum: Hefur ólíkt aðgengi að fæðingarþjónustu í för með sér mælanlegan mun á streitu hjá mæðrum annars vegar á landsbyggðinni og hins vegar á höfuðborgarsvæðinu? Hvaða úrræði nýta konur sér annars vegar á landsbyggðinni og hins vegar á höfuðborgarsvæðinu sem þjást af streitu á meðgöngu? Álykta höfundar að barnshafandi konur á landsbyggðinni upplifi aukna streitu í tengslum við skerta fæðingarþjónustu og því sé æskilegt að líta til fyrirhugaðrar rannsóknar og vinna að úrbótum í þeim efnum. Lykilhugtök: Meðganga, streita, höfuðborgarsvæði, landsbyggð, kvíði, úrræði. This research proposal is the final thesis towards a Bachelor of Science Degree in Nursing at the University of Akureyri. In the last few years, the number of places where pregnant women can give birth in Iceland has been reduced which has meant that pregnant ...