Byggðaþróun Vestmannaeyja í kjölfar náttúruhamfara : togkraftar smærri bæjarfélaga

Verkefnið er lokað til 1.5.2019. Eldgos hófst á Heimaey að nóttu til þann 23. janúar árið 1973 og tókst með ólíkindum vel að rýma eyjuna. Mikið þrekvirki var einnig unnið við hreinsun eyjunnar og íbúar fóru fljótlega að snúa heim (Guðjón Ármann Eyjólfsson, 1973). Tilgangur rannsóknarinnar var að rýn...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Tinna Ósk Þórsdóttir 1990-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/27935
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 1.5.2019. Eldgos hófst á Heimaey að nóttu til þann 23. janúar árið 1973 og tókst með ólíkindum vel að rýma eyjuna. Mikið þrekvirki var einnig unnið við hreinsun eyjunnar og íbúar fóru fljótlega að snúa heim (Guðjón Ármann Eyjólfsson, 1973). Tilgangur rannsóknarinnar var að rýna í þá togkrafta sem Vestmannaeyjabær hafði á bæjarbúa til þess að byggja upp byggð að nýju að loknu eldgosi. Ég byggði rannsóknina á gagnagreiningu mannfjöldatalna frá Hagstofu Íslands, ásamt eigindlegri rannsóknaraðferð þar sem notast var við hálfopin viðtöl við fjóra einstaklinga. Einstaklingarnir áttu það allir sameiginlegt að hafa búið í Vestmannaeyjum þegar gosið átti sér stað og flutt fljótt aftur til baka. Sett var upp mannfjöldaþróun í Vestmannaeyjum fyrir og eftir gos, auk þess að rýnt var nánar í kynja- og aldursskiptingu í tengslum við mannfjöldaþróun í Eyjum eftir gos. Niðurstöður viðtalana voru greindar í fimm meginþemu, þ.e. fjölskyldan, heima, von, rótfesta og öryggi. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að fjölskyldutengsl og rótfesta einstaklinganna hafi verið mikilvægustu þættirnir í því að fólk snéri til baka eftir gos. Mögulegt er að það sé einnig raunin í minna dramatískum flutningum. Ákvörðun einstaklinganna að snúa aftur hafði þá mikil áhrif á líf þeirra þar sem fyrstu árin eftir gos einkenndust af mikilli vinnu við enduruppbyggingu byggðarinnar. Því má draga þá ályktun að sú ákvörðun að verða eftir, þ.e. að flytjast ekki búferlum, sé jafn áhrifamikil á líf fólks og sú ákvörðun að flytjast búferlum. Lykilorð: Byggðafræði, náttúruhamfarir, enduruppbygging, félagslegur auður, samfélagsleg áhrif. In 1973, January the 23. a volcanic eruption started on the island of Heimaey. The eruption started at night and was quite unexpected as there had been no obvious indications of an eruption in the days before. A lot of work was put into cleaning and rebuilding the Island and the people of the town soon started moving back home after the eruption stopped (Guðjón Ármann Eyjólfsson, 1973). The ...