Skaðaminnkandi nálgun : er þörf fyrir skaðaminnkandi starfsemi á Akureyri

Rannsóknir sýna að með skaðaminnkandi starfi fyrir einstaklinga sem neyta vímuefna í æð er hægt að draga úr smitsjúkdómum eins og alnæmi og lifrarbólgu, ásamt alvarlegum sýkingum sem hljótast við notkun óhreinna nála eða lélegs sprautubúnaðs. Skaðaminnkandi starf fyrir þessa einstaklinga hefur verið...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Berglind Júlíusdóttir 1990-, Sigríður Edda Ásgrímsdóttir 1987-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/27932
Description
Summary:Rannsóknir sýna að með skaðaminnkandi starfi fyrir einstaklinga sem neyta vímuefna í æð er hægt að draga úr smitsjúkdómum eins og alnæmi og lifrarbólgu, ásamt alvarlegum sýkingum sem hljótast við notkun óhreinna nála eða lélegs sprautubúnaðs. Skaðaminnkandi starf fyrir þessa einstaklinga hefur verið starfrækt á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2009 og hefur fjöldi heimsókna margfaldast á hverju ári. Sú staðreynd sýnir hversu mikil þörf var fyrir skaðaminnkandi starf á höfuðborgarsvæðinu og að einstaklingar séu duglegir að nýta sér þjónustuna. Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hver þörfin sé fyrir skaðaminnkandi starf fyrir einstaklinga sem sprauta sig með vímuefnum í æð á Akureyri og hvernig best væri að útfæra slíkt starf. Rannsóknin er eigindleg þar sem gögnum er safnað með hálfstöðluðum viðtölum sem greind eru með aðleiðandi innihaldsgreiningu. Þátttakendur eru einstaklingar sem eru í tengslum við sprautufíkla starfs síns vegna og einstaklingar sem búa á Akureyri og eru sjálfir í eða hafa verið í neyslu. Í fyrirhugaðri rannsókn yrði leitast við að fá hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku spítalans, lögreglumenn á Akureyri, starfsmenn í búsetudeild hjá Akureyrarbæ, einstakling/a í bæjarstjórn, einstakling sem hefur verið í neyslu á fíkniefnum, aðstandendur einstaklings í neyslu, starfsmenn í apóteki, starfsmenn á geðdeild og starfsmenn/sjálfboðaliða hjá Rauða krossi Íslands eða önnur samtök/starfsemi sem hugsanlega gæti séð um skaðaminnkandi starfsemi á Akureyri. Höfundar vonast til að niðurstöður rannsóknarinnar gefi góða mynd af því hver þörfin sé fyrir skaðaminnkandi þjónustu á Akureyri og þá hvernig best væri að veita hana. Lykilhugtök: skaðaminnkandi nálgun, vímuefnanotkun í æð, hjúkrun, heilbrigðisþjónusta og félagsþjónusta. Studies have shown that with harm reduction programs for individuals who inject drugs intravenous, the prevalence infectious diseases such as HIV, AIDs and hepatitis ...