Viðhorf og þekking hjúkrunarfræðinema á iðjuþjálfun

Iðjuþjálfar eiga í nánu samstarfi við aðrar fagstéttir á heilbrigðissviði og að öllu jöfnu eru þeir hluti af teymi fagmanna. Teymismeðlimir þurfa að þekkja sitt eigið hlutverk sem og þekkja hlutverk annarra teymismeðlima svo að árangursrík teymisvinna geti átt sér stað. Aukinn áhugi hefur verið unda...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Halldóra Sif Sigurðardóttir 1992-, Rakel Bærings Halldórsdóttir 1993-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/27922
Description
Summary:Iðjuþjálfar eiga í nánu samstarfi við aðrar fagstéttir á heilbrigðissviði og að öllu jöfnu eru þeir hluti af teymi fagmanna. Teymismeðlimir þurfa að þekkja sitt eigið hlutverk sem og þekkja hlutverk annarra teymismeðlima svo að árangursrík teymisvinna geti átt sér stað. Aukinn áhugi hefur verið undanfarin ár á því að þróa þverfaglegt nám til að bæta gæði samvinnu meðal heilbrigðisstarfsstétta í skjólstæðingsmiðaðri þjónustu. Markmið þverfaglegs náms er að nemendur frá tveimur eða fleiri fagstéttum læri með hvor öðrum og um hvor aðra svo þeir verði færir um að eiga í árangursríkri samvinnu og bæta með því heilbrigðisþjónustuna. Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna viðhorf og þekkingu hjúkrunarfræðinema á þriðja og fjórða ári við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri á iðjuþjálfun annars vegar og að bera saman þekkingu og viðhorf milli skólanna tveggja hins vegar. Einungis ein svipuð rannsókn hefur verið gerð á viðfangsefninu á Íslandi og var það fyrir 19. árum. Rannsóknin er lýsandi þversniðsrannsókn. Úrtakið var 243 nemendur á þriðja og fjórða ári í hjúkrunarfræði á Íslandi, þar af voru 103 í Háskólanum á Akureyri og 140 í Háskóla Íslands. Notaður var spurningalisti sem sendur var rafrænt til þátttakenda til að afla upplýsinga um viðhorf og þekkingu þeirra á iðjuþjálfun. Svarhlutfallið var 46,9% þar sem 114 nemendur svöruðu könnuninni. Niðurstöður voru settar fram með lýsandi tölfræði í texta, töflum og súluritum. Helstu niðurstöður sýna að þekking þátttakenda á iðjuþjálfun er takmörkuð en viðhorf þeirra til iðjuþjálfunar er almennt jákvætt. Ekki er munur á þekkingu og viðhorfi milli nemenda í skólunum tveimur. Meirihluti þátttakenda telur sig þekkja hlutverk og starfsvettvang iðjuþjálfa en þrátt fyrir það hefur stærstur hluti þeirra ekki fengið fullnægjandi fræðslu um iðjuþjálfun í námi sínu og flestir sögðu að heimsókn á starfsvettvang iðjuþjálfa væri ekki liður í námi þeirra. Af þessu má sjá að bæði Háskólinn á Akureyri og Háskóli Íslands þarf að auka fræðslu milli fagstétta á heilbrigðissviði, til ...