Áhrif fátæktar á börn og unglinga : hvernig þjóðfélagsstaða ýtir undir sálvefræn einkenni, vanlíðan og einelti : gögn úr könnuninni Heilsa og lífskjör skólabarna (HBSC)

Ísland á sér langa sögu af vinnuþrælkun og sjálfsbjargarviðleitni, meira en gengur og gerist í Skandinavíu. Þó að á Íslandi mælist lág tíðni fátæktar, þá miða engar markvissar landlægar mælingar á fátækt eða ójöfnuð út frá heilsu. Gögn þessarar rannsóknar eru hluti af alþjóðlegri mælingu á heilsu og...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Stefanía María Arnardóttir 1987-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/27917
Description
Summary:Ísland á sér langa sögu af vinnuþrælkun og sjálfsbjargarviðleitni, meira en gengur og gerist í Skandinavíu. Þó að á Íslandi mælist lág tíðni fátæktar, þá miða engar markvissar landlægar mælingar á fátækt eða ójöfnuð út frá heilsu. Gögn þessarar rannsóknar eru hluti af alþjóðlegri mælingu á heilsu og lífskjörum skólabarna (e. Health and behaviour of school-aged children(HBSC)) í sjötta, áttunda og tíunda bekk. Þessi rannsókn skoðaði sérstaklega áhrif fjárhag fjölskyldunnar á heilsu þessara barna. Niðurstöður leiddu í ljós að börn sem mátu fjárhag fjölskyldunnar verst voru líklegri til að glíma við fjöldann allan af heilsufarslegum kvillum, vanlíðan og voru líklegri til að lenda í slagsmálum auk þess að vera gerendur og þolendur eineltis. Börn úr fátækari heimilum voru líklegri til að telja samskipti við vini sína ekki mikilvæg. Jafnframt voru þau mun líklegri til að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi, þá allar gerðir þess. Sú getgáta er lögð fram að streita og röskun á HPA-kerfi (e. hypothalamic-pituitaryadrenal, HPA-axis) eigi þátt í þessari þróun. Ritgerðin varpar fram þeirri spurningu hvort að nægilega sé gætt að jöfnuði í íslensku samfélagi og hvort raunverulegur skilningur sé á fyrirbærinu. Lykilorð: HBSC, ójöfnuður, börn, unglingar, fátækt, streita, HPA-kerfi, heilsubrestur, sálvefræn einkenni, einelti, vanlíðan, kynferðislegt ofbeldi Iceland has a long history of work related enslavement and self-sufficiency, more than is expected of people in neighbouring countries. Even though Iceland scores low in poverty rates, no national systematic measurements of poverty or inequality are being done in relation to health. The data used in this research was part of a collaborative cross-national study of health behaviours in school-aged children (HBSC) in sixth, eighth and tenth grade. This paper looked at the effects that perceived financial circumstance had on their health. Results show that children and adolescents with the worst perceived financial circumstance were more likely to experience various health ...