Spá einkenni kvíða og depurðar fyrir um brotthvarf úr framhaldsskóla : andleg vanlíðan og brotthvarfshætta

Markmið þessar rannsóknar var að kanna hvort andleg líðan, þ.e. kvíða og depurðar einkenni spáðu fyrir um brotthvarf úr framhaldsskóla. Þar að auki var skoðað hvort munur væri andlegri líðan nemenda eftir kyni, menntun foreldra, búsetu, árangurs á samræmdum prófum í 10. bekk í íslensku, ensku og stæ...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ásbjörn Örvar Þorláksson 1990-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/27907
Description
Summary:Markmið þessar rannsóknar var að kanna hvort andleg líðan, þ.e. kvíða og depurðar einkenni spáðu fyrir um brotthvarf úr framhaldsskóla. Þar að auki var skoðað hvort munur væri andlegri líðan nemenda eftir kyni, menntun foreldra, búsetu, árangurs á samræmdum prófum í 10. bekk í íslensku, ensku og stærðfræði og námstöðu þátttakenda við 23 ára aldur. Einnig hvort tengsl væru á milli námstöðu og fyrrnefndra bakgrunnsbreyta. Rannsóknin byggir á gögnum úr langtímarannsókninni Námsframvinda nemenda og skilvirkni framhaldsskóla (2007), sem voru svör við spurningalista um andlega líðan, samkeyrð við gögnfrá Hagstofu og Námsmatsstofnun. Rannsóknin náði til 837 (402 strákar, 435 stelpur) nemenda á 17. aldursári sem tóku þátt í rannsókninni. Um 19% þátttakenda höfðu ekki lokið námi í framhaldsskóla við 23 ára aldur. Niðurstöður úr aðhvarfsgreiningu hlutfalla sýndi fram á að andleg líðan á 17. aldursári spáði fyrir um brotthvarf úr námi. Jafnframt sýndi líkanið fram á að stelpur voru líklegri en strákar til þess að útskrifast úr framhaldskóla. Einnig að eftir því sem einkunnir á samræmdum prófum í íslensku og stærðfræði hækkuðu, jukust líkurnar á útskrift úr framhaldsskóla. Þessar niðurstöður eru í samræmi við fyrri rannsóknir sem hafa sýnt fram á að einkenni kvíði og þunglyndis spá fyrir um brotthvarf úr skóla. Þessi rannsókn reynist vonandi góð viðbót við þær sem fyrir eru ásamt því að vera grunnur að áframhaldandi rannsóknum á brotthvarfi. This aim of the current study was to examine the role of self-reported mental health in predicting upper secondary school noncompletion. Other relationships were also investigated, including the relationships of school completion and mental health self-reports to gender, parent education, residence and prior school performance. The study was an analysis of self-reports from students, along with data from Iceland Statistics and the Iceland Directorate of Education. The data were originally collected for the longitudinal study Student progress and school effectiveness, which was ...