Summary: | Líkamsmynd þróast mikið á unglingsárum og hefur gjarnan mikil áhrif á hugsanir okkar, hegðun og tilfinningar, þá sérstaklega meðal kvenna og unglingsstúlkna. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða tengsl líkamsmyndar við ástundun hreyfingar og notkun ýmissa þyngdarstjórnunaraðferða meðal unglingsstúlkna á Íslandi. Notuð voru gögn úr íslenska hluta alþjóðlegu rannsóknarinnar „ Heilsa og lífskjör skólanema“(e. Health behavior in School-Aged Children; HBSC), úr fyrirlögn spurningalistans í 10. bekkjum landsins skólaárið 2009-2010. Svör drengja voru útilokuð og aðeins unnið með svör stúlkna í rannsókninni (N= 1876). Niðurstöður leiddu í ljós að marktæk tengsl voru á milli líkamsmyndar og ástundunnar hreyfingar, sem og líkamsmyndar og notkun nokkurra þyngdarstjórnunaraðferða. Stúlkur með slaka líkamsmynd hreyfðu sig marktækt minna og notuðu skaðlegar þyngdarstjórnunaraðferðir í meiri mæli samanborið við stúlkur með góða/meðalgóða líkamsmynd. Samkvæmt þessum niðurstöðum má mögulega draga þá ályktun að slök líkamsmynd ýti undir notkun skaðlegra þyngdarstjórnunaraðferða og sé fráhrindandi þáttur þegar kemur að hreyfingu og almennu holli líferni meðal unglingsstúlkna. Hagnýta má niðurstöður þessarar rannsóknar til að mynda í fræðslu og forvarnarstarfi í skólakerfinu. Fræðsla um líkamsmynd, líkamsvirðingu og mikilvægi hreyfingar á réttum forsendum gæti virkað sem styrkjandi þáttur fyrir líkamsmynd unglingsstúlkna, auk þess að hvetja þær til heilbrigðra lifnaðarhátta. Lykilorð; líkamsmynd, þyngdarstjórnunaraðferðir, unglingsstúlkur, hreyfing Body image undergoes substantial development in adolescence and tends to have a great impact on our thoughts, behavior and emotions, especially among women and adolescent girls. The objective of this study was to examine the connection between body image and physical exercise and the use of various weight control methods among adolescent girls in Iceland. Data was used from the Icelandic part of the international study “Health behavior in School-Aged Children, HBSC”, from the ...
|