„Tungumálið er stærsti þröskuldurinn“ : reynsla einstaklinga af erlendum uppruna af íslensku skólakerfi og samfélagi

Skólakerfið á Íslandi þarf á breytingum að halda og er ástæða þess ekki eingöngu tæknivæðing heldur einnig auknir flutningar fólks af erlendum uppruna til Íslands. Rannsóknin reynir að svara spurningum er varða reynslu, aðlögun og nám barna af erlendum uppruna auk þess að varpa ljósi á hvað þyki got...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Patrycja Maria Reimus 1994-, Júlía Ósk Gestsdóttir 1993-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/27892
Description
Summary:Skólakerfið á Íslandi þarf á breytingum að halda og er ástæða þess ekki eingöngu tæknivæðing heldur einnig auknir flutningar fólks af erlendum uppruna til Íslands. Rannsóknin reynir að svara spurningum er varða reynslu, aðlögun og nám barna af erlendum uppruna auk þess að varpa ljósi á hvað þyki gott og hvað betur mætti fara. Þær aðferðir sem stuðst var við voru eigindlegar, þar sem fjórir einstaklingar voru fengnir til að segja frá reynslu sinni. Reynt var að fá einstaklinga með ólíkan bakgrunn til að fá sem víðustu mynd af viðfangsefninu. Öll viðtölin fóru fram í gegnum Skype að undanskildu einu sem átti sér stað í kennslustofu Háskólans á Akureyri. Niðurstöður fyrri rannsókna styðja þær tilgátur sem settar voru fram í upphafi rannsóknar. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að huga þurfi að stuðningi við fjölskyldur um leið og flutt er. Íslenska tungumálið er mikilvægasti þátturinn í aðlögun að samfélaginu og skiptir það sköpum í tengslum við vellíðan, þjóðarstolt og námsgengi. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að þessar niðurstöður endurspegla eingöngu reynslu þátttakenda en ekki allra í svipaðri stöðu og ekki hægt að alhæfa yfir á þýðið vegna lítils fjölda þátttakenda. Lykilhugtök: íslenskt skólakerfi, innflytjendur, námskrá, menning, fjölmenningarlegt samfélag, útlendingar, flutningar, immigrants, multicultural education, school programs. Iceland‘s education system needs a change, due to advances in technology as well as increasing number of immigrants. This study focuses on a group of grammar school students who are immigrants in Iceland. The aim is to research fundamental topics regarding general adaptation to Icelandic society and culture as well as the general school experience of these students. Additionally, this study aims to identify positive and negative trends regarding the subject matter. The hypotheses of this study were backed by conclusions from other studies. Methodologically this study is qualitative, focusing on four individuals who were interviewed. To get more comprehensive ...