Hreyfing barna í leikskólum : áherslur á hemasíðum leikskóla á Akureyri

Verkefnið er lokað til 1.5.2037. Eftirfarandi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed.-prófs við Kennaradeild Háskólans á Akureyri og var unnin vorið 2017. Viðfangsefni ritgerðarinnar er hreyfing barna á leikskólaaldri og áhrif hennar á alhliða þroska. Hreyfingin getur átt sér stað við ýmsar aðstæður líkt...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Steinunn Erla Davíðsdóttir 1993-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/27867
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 1.5.2037. Eftirfarandi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed.-prófs við Kennaradeild Háskólans á Akureyri og var unnin vorið 2017. Viðfangsefni ritgerðarinnar er hreyfing barna á leikskólaaldri og áhrif hennar á alhliða þroska. Hreyfingin getur átt sér stað við ýmsar aðstæður líkt og í skipulögðum hreyfistundum, frjálsum leik og útiveru. Ritgerðin er tvískipt, fyrst er fræðileg umræða um hreyfingu og þroska barna, hvað fullorðnir þurfa að hafa í huga og hvað það er sem ógnar hreyfingu barna. Í seinni hlutanum er gert grein fyrir tilviksrannsókn og niðurstöðum hennar þar sem skoðaðar eru heimasíður sex leikskóla á Akureyri og athugað hvernig skólarnir setja fram upplýsingar um hreyfingu á forsíðum, í skólanámskrá og dagskipulagi. Valdir voru fjölmennustu leikskólarnir á Akureyri þar sem þeir dreifast jafnt um bæinn og koma fjölbreyttar stefnur við sögu. Rannsóknarspurningin sem unnið er eftir er: Hversu mikla áherslu leggja leikskólar á Akureyri á hreyfingu barna á heimasíðum sínum? Út frá rannsóknarspurningunni eru síðan settar fram þrjár tilgátur: Að upplýsingar um hreyfingu séu aðgengilegar á forsíðum leikskólanna, að leikskólar séu með hreyfistundir í dagskipulagi sínu og að allir leikskólarnir fjalli um áhrif hreyfingar og frjáls leiks á þroska barna í skólanámskrá sinni. Í niðurstöðunum kemur fram að leikskólarnir leggja allir áherslu á hreyfingu barna að einhverju leyti þó það sé mjög misjafnt eftir skólum. Einn leikskóli sem styðst við heilsustefnu kemur mjög vel út í öllum þeim þáttum sem eru skoðaðir. Algengara er að leikskólar minnist einungis á hreyfingu í skólanámskrá sinni en hreyfing með og/eða án leiks er lítið tilgreind þar fyrir utan á vefrænum síðum skólanna. Það vantar einnig mikið upp á að leikskólarnir fjalli um hvaða áhrif hreyfing hefur á þroska barna en aðeins einn leikskóli er með þær upplýsingar á heimasíðu sinni. The following thesis is the final assignment for a B.Ed. degree at the faculty of Education at the University of Akureyri and was written in the spring ...