Leikur: leikur stráka og stelpna og hlutverk leikskólakennarans

Verkefnið er lokað til janúar 2010 Lokaverkefni þetta er lagt til B.Ed.-prófs við Hug- og félagsvísindadeild, Háskólans á Akureyri. Í því er fjallað um hvað leikur sé og af hverju börn leika sér með þróun leiksins í huga. Oft er talið að leikur sé mismunandi milli kynja og verður það skoðað nánar. R...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Þórdís Guðrún Magnúsdóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2009
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/2786
Description
Summary:Verkefnið er lokað til janúar 2010 Lokaverkefni þetta er lagt til B.Ed.-prófs við Hug- og félagsvísindadeild, Háskólans á Akureyri. Í því er fjallað um hvað leikur sé og af hverju börn leika sér með þróun leiksins í huga. Oft er talið að leikur sé mismunandi milli kynja og verður það skoðað nánar. Reynt verður að komist að því hvað það sé sem veldur því að leikur kynjanna sé mismunandi. Að lokum mun vera farið aðeins í hvert hlutverk leikskólakennara sé í leiknum og mismunandi viðhorf. Leikur leikskólabarna er aðallega til umfjöllunar þó verður sjónum lítillega beint að leik grunnskólabarna. Leikur er flókið fyrirbæri sem fræðimenn hafa ekki en orðið á eitt sáttir um hvernig hægt sé að skilgreina. Það er ekki skylda að leika sér heldur er nauðsynlegt að leikurinn sé ánægjulegur fyrir barnið. Leikur felur í sér ýmsa hluti en til að byrja með snýst hann aðallega um nám og til að barnið fái útrás fyrir tilfinningum sínum. Barn þroskast á marga vegur í leiknum, það vinnur oftar en ekki úr reynslu sinni í gegnum leik. Barni er það eðlislægt að leika sér og byrjar barn snemma á því en á einfaldan hátt. Leikurinn verður flóknari eftir því sem börnin eldast. Oftar en ekki eru leikir flokkaðir niður í hlutverka- og þykjustuleik, sköpunar- og byggingaleik, skynfæra- og hreyfileik og að lokum eru það regluleik. Hafa þessir flokkar hver sitt einkenni. Það er talið gott að gæta jafnvægi á milli leikja, að barn leiki ekki einungis í einum af þessum flokkum. Barnið verður að þroskast á öllum sviðum og þess vegna er talið nauðsynlegt að barnið leiki sé á sem fjölbreyttasta hátt. Frá upphafi mannkyns hefur leikurinn fylgt mannkyninu. Leiknum hefur ekki alla tíð verið sýnd sama athygli og er í dag. Kristnimönnum þótti leikur syndsamur og það var bannað að leika sér. Aristóteles og Platón eru með þeim fyrstu sem skrifa um leikinn og mikilvægi hans. Þegar börnin hafa áttað sig á kynhneigð sinni fara þau að sækjast í það að leika við barn af sama kyni. Þetta er eitthvað sem margir fræðimenn hafa velt fyrir sér af hverju þetta ...