Markaðsgreining NorðFish : er fýsilegt að flytja út frosna íslenska þorskhnakka á „high end“ markað í Þýskalandi?

Verkefnið er lokað til 7.2.2034. Markmið þessarar ritgerðar er að markaðsgreina viðskiptaumhverfi Þýskalands með það í huga hvort fýsilegt sé að flytja út frosna íslenska þorskhnakka á „high end“ markað þar í landi. Greiningin er hluti af samstarfsverkefninu NorðFish og er tilgangur verkefnisins að...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Benedikt Þór Jóhannsson 1994-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/27849
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 7.2.2034. Markmið þessarar ritgerðar er að markaðsgreina viðskiptaumhverfi Þýskalands með það í huga hvort fýsilegt sé að flytja út frosna íslenska þorskhnakka á „high end“ markað þar í landi. Greiningin er hluti af samstarfsverkefninu NorðFish og er tilgangur verkefnisins að styrkja rekstrargrundvöll fiskvinnslu á Raufarhöfn. Að verkefninu standa fyrirtækin GPG Seafood og PCC SR sem er í eigu PCC SE í Þýskalandi. Við staðfærslu vörunnar er stefnt að því að segja söguna um þorskinn sem elst upp í hreinum sjó norðan við Ísland, sem kemur úr sjálfbærum stofni sem vottaður er af Marine Stewardship Council og Iceland Responsible Fisheries. Fiskurinn er veiddur á umhverfisvænan hátt með línuveiðum og er unninn í smáu þorpi sem í sögulegu samhengi hefur byggt sína tilveru á fiskveiðum og vinnslu sjávarafurða. Áhersla verður lögð á að ná til neytenda sem aðhyllast ákveðinn heilbrigðan lífstíl og er markhópur verkefnisins skilgreindur sem LOHAS (e. Lifestyle of Health and Sustainability). LOHAS neytendur versla sínar vörur í verslunum sem sérhæfa sig í sölu lífrænna/hreinna matvara og eru tilbúnir að greiða hærra verð fyrir vörur sem standast þeirra kröfur um gæði, uppruna og sjálfbæra framleiðslu. Til þess að greina helstu áhrifaþætti í fyrirhuguðu rekstrarumhverfi NorðFish var gerð PESTEL greining til þess að greina fjærumhverfið. Framkvæmd var TASK greining til að greina nærumhverfið. Síðan var gerð SVÓT greining þar sem metnir voru styrkleikar, veikleikar, ógnanir og tækifæri NorðFish á Þýskalandsmarkaði. Að lokum var gert arðsemismat til að meta hvort arðsemi sé fólgin í að fjárfesta í fiskvinnslu á Raufarhöfn. Þær vinnsluleiðir sem eru greindar í verkefninu eru: • Vinnsluleið 1: Óbreytt ástand, framleiðsla léttsaltaðra þorskflaka. • Vinnsluleið 2: Framleiðsla léttsaltaðra þorskflaka og að auki þorskhnakka á Þýskalandsmarkað, án breytingu á vinnslubúnaði. • Vinnsluleið 3: Framleiðsla léttsaltaðra þorskflaka og að auki þorskhnakka á Þýskalandsmarkað, með breytingu á vinnslubúnaði. Helstu ...