Fjölskyldulíf, áfengisneysla og kynhegðun íslenskra unglinga: Niðurstöður landskönnunar í 10. bekk

Tilgangur verkefnisins var að kanna tengsl uppeldishátta og áfengisneyslu unglinga við áhættuhegðun þeirra í kynlífi. Rannsóknarspurningarnar eru: Hafa uppeldishættir foreldra áhrif á áhættuhegðun unglinga í kynlífi? Hefur áfengisneysla unglinga áhrif á áhættuhegðun þeirra í kynlífi? Einnig voru sko...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Hildur Hjartardóttir 1983-, Rut Guðnadóttir 1984-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2009
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/2784
Description
Summary:Tilgangur verkefnisins var að kanna tengsl uppeldishátta og áfengisneyslu unglinga við áhættuhegðun þeirra í kynlífi. Rannsóknarspurningarnar eru: Hafa uppeldishættir foreldra áhrif á áhættuhegðun unglinga í kynlífi? Hefur áfengisneysla unglinga áhrif á áhættuhegðun þeirra í kynlífi? Einnig voru skoðuð áhrif bakgrunnsþátta. Í verkefninu var stuðst við gögn úr landskönnun sem gerð var árið 2006 af Háskólanum á Akureyri og Lýðheilsustöð. Unnið var með spurningalista sem 1918 nemendur í 10. bekk svöruðu (86% heimtur). Helstu niðurstöður verkefnisins voru að 33% nemenda voru byrjaðir að stunda kynlíf og meðal þeirra höfðu 18% ekki notað öruggar getnaðarvarnir við síðustu samfarir. Áfengisneysla, uppeldishættir og fjölskyldugerð tengdust aldri við fyrstu samfarir. Þá voru tengsl milli aldurs við fyrstu samfarir, áfengisneyslu, stuðnings foreldra og fjárhags annars vegar og notkunar getnaðarvarna hins vegar. Af þessum niðurstöðum má draga þá ályktun að áfengisneysla unglinga og uppeldishættir hafa áhrif á kynhegðun unglinga. Forvarnastarf þarf að hefjast fyrr þar sem hluti unglinga er byrjaður að stunda kynlíf áður en fræðsla hefst í skólunum. Gildi verkefnisins fyrir hjúkrun er aukin þekking á kynhegðun unglinga og ýmsum áhrifaþáttum. Þekkingin nýtist hjúkrunarfræðingum til að greina unglinga í áhættu og efla forvarnastarf.