Áhrif plöntuefna á vöxt og starfsemi stofna af Pseudomonas ættkvísl og skimun eftir þáttum úr seytikerfi af gerð III og tegundinni Pseudomonas syringae

Í stofnasafni Auðlindardeildar Háskólans á Akureyri er að finna yfir 274 bakteríustofna af Pseudomonas ættkvíslinni. Pseudomonas ættkvíslin inniheldur bakteríur sem eru á meðal þeirra hæfustu til að taka sér bólfestu í nálægð við plöntur hvort sem það er í rótarhvolfinu eða á yfirborði þeirra. Ákveð...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Helena Sævarsdóttir 1994-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/27838
Description
Summary:Í stofnasafni Auðlindardeildar Háskólans á Akureyri er að finna yfir 274 bakteríustofna af Pseudomonas ættkvíslinni. Pseudomonas ættkvíslin inniheldur bakteríur sem eru á meðal þeirra hæfustu til að taka sér bólfestu í nálægð við plöntur hvort sem það er í rótarhvolfinu eða á yfirborði þeirra. Ákveðnar bakteríutegundir innan ættkvíslarinnar eru þekktar fyrir að vera sýkjandi fyrir plöntur og þekktasti plöntusýkillinn sem hefur hvað mest látið á sér bera er Pseudomonas syringae. Fyrri rannsóknir sýndu fram á að hluti Pseudomonas bakteríustofna innan stofnasafnsins inniheldur sóttburðargen sem tjá fyrir seytikerfi af gerð III (e. type III secretion system) og þá liggur einnig grunur um að á meðal stofnanna sé að finna tegundina P. syringae. Í þessu verkefni er leitast við að fá frekari vísbendingar um plöntusýkingarhæfni Pseudomonas bakteríustofna innan stofnasafnsins. Ákveðnir stofnar eru skoðaðir í nærveru plöntuefna og lífeðilsfræðilegir eiginleikar kannaðir í framhaldinu af því. Áframhaldandi PCR-skimun er gerð eftir sóttburðargenum sem tilheyra seytikerfi af gerð III til frekari staðfestingar á plöntusýkingarhæfni þeirra. Að lokum er gerð PCR-skimun með vísum sem eru sértækir fyrir tegundina P. syringae. Niðurstöður verkefnisins leiddu í ljós að nærvera plöntuefna sýndi fram á hvetjandi áhrif á örveruþekjumyndun ákveðinna Pseudomonas bakteríustofna og ákveðnir stofnar framleiddu aðeins yfirborðsvirk efni í nærveru plöntuefna. Af 16 bakteríustofnum bera 7 sóttburðargen sem tjá fyrir mikilvægum þáttum í seytikerfi af gerð III sem staðfestir plöntusýkingarhæfni þeirra. Skimun með Psy-PCR greindi 5 af 16 bakteríustofnum sem skimaðir voru sem P. syringae. Lykilorð: Pseudomonas, Pseudomonas syringae, plöntusýklar, seytikerfi af gerð III, plöntuseyði The Microbial Culture Collection at the University of Akureyri includes over 274 bacterial strains of the Pseudomonas genus. The Pseudomonas genus has species that are found to be among the most competent bacteria to colonize plants and their immediate vicinity, such ...