Heilbrigðisstofnun Norðurlands : kostnaðarhagræðing rekstrarvara

Verkefnið er lokað til 15.4.2099. Ritgerð þessi er lokaverkefni til BS-prófs í viðskiptafræði með áherslu á stjórnunar- og fjármálagreinar við Háskólann á Akureyri. Ritgerðin fjallar um kostnaðarhagræðingu við innkaup og birgðahald á rekstrarvörum hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN). Annar stær...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Guðrún Þóra Hallgrímsdóttir 1993-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/27833
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 15.4.2099. Ritgerð þessi er lokaverkefni til BS-prófs í viðskiptafræði með áherslu á stjórnunar- og fjármálagreinar við Háskólann á Akureyri. Ritgerðin fjallar um kostnaðarhagræðingu við innkaup og birgðahald á rekstrarvörum hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN). Annar stærsti útgjaldaliður HSN eru rekstrarvörur og því var ákveðið að skoða hvort þar væri hægt að ná fram fjárhagslegum ávinningi. Tilgangur ritgerðarinnar var að varpa ljósi á mikilvægi innkaupa- og birgðakerfis innan HSN og var markmið verkefnisins að greina hvaða möguleikar væru til staðar til þess að ná fram kostnaðarhagræðingu við innkaup og birgðarhald á rekstrarsviði. Í greiningunni voru sundurliðaðir kostir og gallar þess að nota eitt innkaupa- og birgðakerfi fyrir alla vöruflokka rekstrarvara eða fleiri sérhæfðari kerfi. Niðurstöðurnar benda til þess að mikil þörf sé á innkaupa- og birgðakerfi innan HSN. Rafrænt innkaupakerfi þarf að gera stofnuninni kleift að hagræða í innkaupum með því að panta rétt magn á sem hagstæðustu kjörum. Innkaupakerfið þarf því að stuðla að lægra innkaupaverði. Rafrænt birgðakerfi þarf að stuðla að samnýtingu birgða innan allra stofnana HSN og draga úr umfangi og úreldingu birgðanna. Samtenging rafrænna innkaupa- og birgðakerfi í rauntíma bætir ennfremur innkaupa- og birgðastýringuna og tryggir enn frekar fjárhagslegan ávinning. Ef rétt verður stuðst við niðurstöður þessa verkefnis og ef stofnunin nær að hagræða allt að 5%, mun það minnka kostnað á innkaupum um 11 m.kr. og birgðarhaldi um 1,4 m.kr This essay is a final project in Business Administration (BS), with emphasis in management and finance, at the University of Akureyri. The essay focuses on cost optimization of supplies for Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN). HSN’s second largest expenditure is supplies and it is therefore useful to know if a financial profit can be achieved by optimizing the procurement process. The aim of the study was to identify which options are applicable to achieve cost optimization, concerning ...