Greining og flokkun landslags í Austur-Skaftafellssýslu

Markmið verkefnisins var að greina og flokka landslag í Austur-Skaftafellsýslu eftir sjónrænum eiginleikum landsins. Byggt var á nálgun og aðferðum Íslenska landslagsverkefnisins (ÍLV) en það var þróað fyrir samanburð á landsvísu. Hér var nálguninni í fyrsta skipti beitt á héraðsvísu, þ.e. innan ein...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Þorbjörg Ása Jónsdóttir 1983-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/27832
Description
Summary:Markmið verkefnisins var að greina og flokka landslag í Austur-Skaftafellsýslu eftir sjónrænum eiginleikum landsins. Byggt var á nálgun og aðferðum Íslenska landslagsverkefnisins (ÍLV) en það var þróað fyrir samanburð á landsvísu. Hér var nálguninni í fyrsta skipti beitt á héraðsvísu, þ.e. innan einnar sýslu og með þéttara net skráningarstaða. Verkefnið skiptist í eftirfarandi meginþætti: 1.a) Flokka landslag í Austur-Skaftafellssýslu með svæðum í gagnagrunni ÍLV; b) Sjá hvernig sýslan flokkast miðað við landið allt og hvernig hún fellur að þeim ellefu meginflokkum landslags sem þegar hafa verið skilgreindir; 2. Meta sérkenni og sérstöðu landslags í sýslunni og fjölbreytni landslagsins þar miðað við landið í heild; 3. Meta hvort í sýslunni séu svæði sem teljast vera einstök á landsvísu eða skera sig verulega frá öðrum svæðum; 4. Flokka landslag í sýslunni með náttúruperlunum úr ÍLV. Beitt var kláðugreiningu (Cluster Analysis) til að fá fram stigskipt flokkunartré, 1) fyrir Austur-Skaftafellssýslu (37 staðir í úrtaki) og fyrir kerfisbundið úrtak ÍLV (136 staðir alls, 11 flokkar) og 2) fyrir Austur-Skaftafellssýslu, úrtak ÍLV og valdar náttúruperlur á landinu öllu, þ.m.t. í Austur-Skaftafellssýslu (198 staðir). Í seinna flokkunartrénu (2) dreifðist Austur-Skaftafellssýsla á fimm af 16 landslagsflokkum en langflestir staðir (23) féllu í flokkinn fjölbreytt jöklalandslag. Meginþáttagreining (Principal Components Analysis) var notuð til að draga fram þá sjónrænu þætti sem helst einkenndu hvern flokk. Niðurstöðurnar gefa til kynna að mikil sjónræn fjölbreytni einkenni Austur-Skaftafellssýslu. Sérkenni landslagsins eru sléttur með sjó á aðra hönd og há fjöll og skriðjökla á hina. Slíkt landslag er fágætt annars staðar á landinu. Almennt héldu upphaflegu ÍLV flokkarnir sér vel saman á milli þessara ólíku greininga en nokkuð var um að svæði færðu sig um flokka í báðum flokkunartrjám frá upphaflegri ÍLV flokkun. The aim of the project was to analyse and classify the landscape of the county of Austur-Skaftafellssýsla, ...