Heimili án húsnæðis: Ferðir og staðir heimilislausra í borgarlandslaginu

Heimilislausum hefur fjölgað í Reykjavík á undanförnum árum. Ástæður þess að fólk verður heimilislaust til lengri eða skemmri tíma geta verið margþættar, en í flestum tilvikum hefur það glímt við einhvers konar fíknivanda eða geðrænan vanda og margir við hvort tveggja. Heimilislausir sýna gjarnan hu...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Finnur Guðmundarson Olguson 1985-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/27830
Description
Summary:Heimilislausum hefur fjölgað í Reykjavík á undanförnum árum. Ástæður þess að fólk verður heimilislaust til lengri eða skemmri tíma geta verið margþættar, en í flestum tilvikum hefur það glímt við einhvers konar fíknivanda eða geðrænan vanda og margir við hvort tveggja. Heimilislausir sýna gjarnan hugmyndaauðgi og seiglu við að takast á við aðstæður sínar, sem kemur fram í margvíslegum bjargráðum þeirra í daglegu lífi. Í ljósi þessa er þeim spurningum varpað fram hvernig heimilislausir skapi sér heimili í borgarlandslaginu og hvaða hlutverki tilteknir staðir í borginni og hreyfanleiki heimilislausra gegni í þeirri viðleitni. Markmiðið með því að leita svara við þessum spurningum er að auka þekkingu á málefnum heimilislausra á Íslandi, að veita innsýn í málaflokkinn sem hægt er að nýta til opinberrar stefnumótunar, gefa heimilislausum færi á að tjá sig um málefni sem að þeim lúta, og varðveita þá þekkingu á borginni sem heimilislausir búa yfir. Í þessu augnamiði var framkvæmd viðtalsrannsókn sem byggðist á viðtölum við þrjá þátttakendur sem allir voru heimilislausir á viðtalstíma. Niðurstöður benda til að þrátt fyrir að húsnæðisvandi fólks hvíli þungt á því geti jákvæð tengsl heimilislausra við aðra staði í borgarlandslaginu orðið til þess að þeim finnist þeir eiga einhvers staðar heima. Þessi tengsl eru háð því að heimilislausir upplifi sig velkomna, að þeir hafi tækifæri til að hafa mótandi áhrif á staði og möguleika á að staldra við í stað þess að þurfa stöðugt að vera á ferðinni í daglegu lífi. The homeless population in Reykjavík has expanded in recent years. The reasons for which people find themselves homeless can be multifaceted, but many have been struggling with either substance addiction or mental health problems, or – as is often the case – both. The homeless show much creativity and resilience in face of their situation, as is evident in their use of varied resources in daily life. In light of this, I ask the twofold question of how homeless people make their home in the cityscape, and what role ...