Hekla 2000 and Eyjafjallajökull 2010 tephra: Grain morphology characterization using microscope imaging and scanning electron microscopy

Kornagerð og kornalögun gjósku getur gefið margvíslegar upplýsingar um myndunarferli hennar. Til að mynda hvort gjóska hafi myndast við sprengigos þar sem gas er ráðandi í tætingu kvikunnar eða hvort að utan að komandi vatn hafi haft áhrif. Tvö gjóskulög, úr gosi í Heklu árið 2000 og í Eyjafjallajök...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir 1994-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:English
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/27793
Description
Summary:Kornagerð og kornalögun gjósku getur gefið margvíslegar upplýsingar um myndunarferli hennar. Til að mynda hvort gjóska hafi myndast við sprengigos þar sem gas er ráðandi í tætingu kvikunnar eða hvort að utan að komandi vatn hafi haft áhrif. Tvö gjóskulög, úr gosi í Heklu árið 2000 og í Eyjafjallajökli árið 2010 voru skoðuð með tilliti til kornagerðar,- og stærðar og lögunar. Tvö sýni úr hvoru gosi fyrir sig voru rannsökuð með það í huga að hvort hægt væri að greina á milli magmatískrar og hýdrómagmatískrar tætingar kviku með eigidlengum aðferðum. Gjóskan var rannsökuð í smásjá og mynduð. Auk þess var gjóskan rannsökuð í rafeindasmásjá (SEM) sem gaf skýrar og nákvæmar myndir af löguna korna. Kornastærðir 2, 3, og 4 Φ voru skoðaðar. Heklu gosið árið 2000 var magmatískt ,,þurrt” á meðan Eyjafjallajökull 2010 gosið var phreatomagmatískt eða ,,blautt” gos. Niðurstöður benda til þess að skýr munur er á milli gosanna tveggja þegar litið er til korna stærðar, lögunannar- og gerð korna. Heklugjóskan er mun grófari og eru kornin blöðrótt og klumpalaga ásamt því að vera ílöng. Eyjafjallajökuls gjóskan er mun fínni, kornin eru einnig blöðrótt en ekki að eins miklu leiti og útlit þeirra bendir til að blöðrur þeirra hafi brotnað. Kornin eru einnig klumpalaga en þó eru nánast engin ílöng korn til staðar líkt og í Heklu. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að smásjámyndataka og rannsókn á kornalögun og kornagerð í rafeindasmásjá gefur góða mynd af þeim ferlum sem eiga sér stað við tætingu kviku í sprengigosum. Grain shape and grain size distribution can reveal useful information about the tephra formation processes. It can show whether tephra was formed by explosive eruption with gas as the main driving force or if water came in contact during the eruption process. Two tephra samples from Hekla 2000 and Eyjafjallajökull 2010 eruptions were investigated regarding grain shape and grain content. The samples from each eruption were looked at with the aim to try to distinguish between magmatic and phreatomagmatic eruptions using ...