Ferðamálafræði við Háskóla Íslands: Hver er staðan eftir nám?

Flestir þeir sem starfa í ferðaþjónustu í dag vinna við almenn þjónustustörf og er menntunarstigið í greininni ekki mjög hátt. Háskóli Íslands býður upp á nám í ferðamálafræði á háskólastigi en það gerir Háskólinn á Hólum einnig. Ferðamálafræðin sem kennd er við Háskóla Íslands hefur þótt of fræðile...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Margrét Þórðardóttir 1969-, Björk Gunnarsdóttir 1985-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/27792
Description
Summary:Flestir þeir sem starfa í ferðaþjónustu í dag vinna við almenn þjónustustörf og er menntunarstigið í greininni ekki mjög hátt. Háskóli Íslands býður upp á nám í ferðamálafræði á háskólastigi en það gerir Háskólinn á Hólum einnig. Ferðamálafræðin sem kennd er við Háskóla Íslands hefur þótt of fræðileg að mati atvinnulífsins, því voru tekin viðtöl við fulltrúa atvinnulífsins um álit þeirra á náminu og einnig var viðhorf nemenda skoðað. Litið var til stöðu greinarinnar í dag og hvað gert er til að þróa frekari þekkingu innan hennar. Skoðað var hlutverk Hæfnisetursins og fyrirrennara þess. Framkvæmdar hafa verið hæfnigreiningar á störfum innan ferðaþjónustunnar og þær nýttar til að útbúa námskrár sem ætlaðar eru til að auka hæfni og gæði í störfum ferðaþjónustunnar. Gerðum við samanburð á viðhorfum nemenda og fulltrúa atvinnulífsins, bárum saman við námskrá Háskólans um hvaða kröfur eru gerðar til nemenda í ferðamálafræði og þau hæfniviðmið sem Háskólinn setur. Helstu niðurstöðurnar voru þær að aðilar atvinnulífsins telja nám í ferðamálafræði við Háskóla Íslands vera of fræðilegt fyrir almenn störf í ferðaþjónustu og að skortur er á hagnýtni varðandi uppbyggingu og innihald námsins. Háskóli Íslands setur fram hæfniviðmið óháð kröfum atvinnulífsins og er skólinn að standast þau viðmið. Mat nemenda á náminu var frekar mismunandi og ekki allir á einni skoðun um hagnýtni námsins né hve vel það myndi henta eftir að skóla lyki. Flestir voru á því að námið væri ekki nægilega hagnýtt þegar á heildina væri litið en skiptar skoðanir voru um einstök námskeið. Most people working in tourism today are in general service and the education level within the sector is relatively low. Both the University of Iceland (UI) and the University at Hólar (UH) offer a study in tourism as a first-degree education at a university level. The study at UI has, by the tourism industry in Iceland, been considered to be too theoretical. For that reason, interviews were conducted with representatives from the industry and students at UI to get ...