Próffræðilegir eiginleikar IUS og IUS-MV í íslenskri þýðingu: Mælitæki sem meta óvissuþol

Markmið rannsóknarinnar var að skoða próffræðilega eiginleika mælitækjanna Intolerance of uncertainty scale (IUS) og Intolerance of uncertainty scale-modified version (IUS-MV) í íslenskri þýðingu. Mælitækin meta óvissuþol sem sýnt hefur fram á sterk tengsl við áhyggjur, helsta einkenni almennrar kví...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Dagný Þorgilsdóttir 1993-, Guðrún Ósk Stefánsdóttir 1994-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/27786
Description
Summary:Markmið rannsóknarinnar var að skoða próffræðilega eiginleika mælitækjanna Intolerance of uncertainty scale (IUS) og Intolerance of uncertainty scale-modified version (IUS-MV) í íslenskri þýðingu. Mælitækin meta óvissuþol sem sýnt hefur fram á sterk tengsl við áhyggjur, helsta einkenni almennrar kvíðaröskunar. Fyrri rannsóknir hafa gefið til kynna að próffræðilegir eiginleikar IUS og IUS-MV séu góðir. Tilgáta rannsóknarinnar var að próffræðilegir eiginleikar IUS og IUS-MV í íslenskri þýðingu yrðu góðir, það er með háan áreiðanleika og innra réttmæti. Átta spurningalistar (IUS, IUS-MV, ATQ, ATQ-MV, GAD-7, PHQ-9, PSWQ og SPS) voru lagðir fyrir 349 nemendur í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Niðurstöður voru þær að mælitækin IUS og IUS-MV mældust með háan áreiðanleika og innra réttmæti. Þau mældust með hærri fylgni við mælitæki sem mæla almenna kvíðaröskun (GAD-7 og PSWQ) heldur en mælitæki sem mæla þunglyndi (ATQ, ATQ-MV og PHQ-9) og félagsfælni (SPS). Samleitni- og aðgreiningarréttmæti IUS og IUS-MV var því talið gott og þar af leiðandi má álykta að hugsmíðarréttmæti mælitækisins sé gott. Þáttagreining IUS hefur verið á floti í erlendum rannsóknum en samhliðagreining IUS í rannsókninni gaf til kynna að draga ætti tvo þætti. Samhliðagreining IUS-MV gaf til kynna að draga ætti einn þátt. Þörf er á frekari rannsóknum á þáttabyggingu IUS og IUS-MV. Fyrirlögn mælitækjanna fór fram stuttu fyrir vorpróf í háskólunum og því gætu kvíðamæliskor hafa mælst hærri en á öðrum tímum ársins. Einnig gæti kynjahlutfallið hafa skekkt niðurstöður en konur voru rúmlega tvöfalt fleiri. Áhugaverður framtíðarvettvangur rannsókna á IUS og IUS-MV gæti falist í að meta próffræðilega eiginleika mælitækjanna í klínísku úrtaki. The aim of this study was to assess the psychometric properties of the Icelandic version of Intolerance of Uncertainty Scale (IUS) and Intolerance of Uncertainty Scale-Modified Version (IUS-MV). The measures assess tolerance of uncertainty, a construct that has been shown to have a strong relationship to ...