Römm er sú taug: Ferðir Vestur-Íslendinga til Íslands

Upprunaferðamennska hefur farið sífellt vaxandi síðastliðin ár og bendir það til þess að margir vilji kynnast uppruna sínum. Upprunaferðamennskan er ein tegund af arfleifðarferðamennsku, en arfleifð getur haft mikið gildi fyrir fólk. Ferðamenn sem heimsækja upprunalönd sínu tilheyra dreifþjóð, sem h...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Gerður Gautsdóttir 1989-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/27785
Description
Summary:Upprunaferðamennska hefur farið sífellt vaxandi síðastliðin ár og bendir það til þess að margir vilji kynnast uppruna sínum. Upprunaferðamennskan er ein tegund af arfleifðarferðamennsku, en arfleifð getur haft mikið gildi fyrir fólk. Ferðamenn sem heimsækja upprunalönd sínu tilheyra dreifþjóð, sem hefur tengsl við eitthvað annað land en búsetuland sitt og er til staðar samsemd hjá þeim sem tengist upprunanum. Einn slíkur hópur er Vestur-Íslendingar í Norður-Ameríku. Markmið þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á hverju samsemd dreifþjóðar Vestur-Íslendinganna byggist. Einnig er markmið hennar að komast að því hvernig samsemdin er raungerð í gegnum The Snorri Program og Snorri Plus, en það eru verkefni sem gefa Vestur-Íslendingum tækifæri til þess að koma til Íslands og kynnast upprunalandi sínu. Rannsóknin byggir í megindráttum á viðtölum sem tekin voru við átta þátttakendur þessa verkefna þegar þeir dvöldust hér sumarið 2016. Einnig er stuðst við spurningakönnun sem 28 þátttakendur beggja verkefna svöruðu fyrir komu sína til Íslands. Niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós að samsemd dreifþjóðar Vestur-Íslendinga í Norður-Ameríku er samansett úr mörgum þáttum. Má þar helst nefna uppeldi og fjölskylduhagi, nærsamfélag, tengingu við hefðir, menningu og sögu upprunalandsins ásamt tengslum við staði tengdum sögu dreifþjóðarinnar. Að auki styrkir félagslíf meðlima dreifþjóðarinnar samsemdina meðal þeirra. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að samsemdin sem virkjast með þátttöku í Snorraverkefnunum geri það í gegnum vandaða kynningu á upprunalandinu, heimsóknir á upprunastaði og kynni við ættingja. Einnig virkjast hún í gegnum samferðamenn sem eru allir komnir í sama tilgangi til upprunalandsins. Lykilorð: Arfleifðarferðamennska, upprunaferðamennska, samsemd, dreifþjóð, Vestur-Íslendingar, Snorraverkefnin. Roots tourism has been constantly growing in recent years suggesting that many people want to know their origin. Roots tourism is a type of heritage tourism, but heritage can be of great value for ...