Structural Analysis of Casings in Well ÞG-14

Í borholu ÞG-14, á háhitasvæðinu Þeistareykjum á Íslandi í eigu Landsvirkjunar, fór steyping vinnslufóðringar úrskeiðis, en ekki tókst að steypa langan kafla hennar. Vegna þess hve illa gekk að steypa vinnslufóðringuna er hætta á fóðringaskemmdum vegna innilokaðs vatns milli hennar og öryggisfóðring...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Aron Singh Helgason 1992-, Þórir Bjarni Traustason 1992-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:English
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/27765
Description
Summary:Í borholu ÞG-14, á háhitasvæðinu Þeistareykjum á Íslandi í eigu Landsvirkjunar, fór steyping vinnslufóðringar úrskeiðis, en ekki tókst að steypa langan kafla hennar. Vegna þess hve illa gekk að steypa vinnslufóðringuna er hætta á fóðringaskemmdum vegna innilokaðs vatns milli hennar og öryggisfóðringar eða bergs. Við upphitun holunnar þenst vatnið út og er því mikil hætta á að fóðringin falli saman. Einnig er hætta á að Euler kiknun eigi sér stað þar sem fóðringin er ósteypt á löngum kafla. Í þessu verkefni er markmiðið að álykta hvort vinnslufóðringin þoli álagið sem myndast vegna hitabreytinga við upphitun holunnar. Mannvirkið var greint varma- og burðarþolslega með ólínulegu einingareiknilíkani þar sem álagið fylgdi hitastigsprófil, en hann var mismunandi við borun, kælingu og upphitun borholunnar. Niðurstöður verkefnisins voru tvíþættar, í fyrsta lagi kom í ljós að vinnslufóðringin geti orðið fyrir alvarlegri Euler kiknun vegna áskrafta sem myndast við upphitun og í öðru lagi er hætta á að hún leggjast saman vegna þrýstings sem myndast við útþenslu innilokaðs vatns. Út frá þessum niðurstöðum var skoðaður sá möguleiki að koma fyrir auka 7" fóðringu innan vinnslufóðringar og tók Landsvirkjun þá ákvörðun að setja hana niður. Í verkefninu var greint hvort betra væri að steypa hana innan vinnslufóðringar eður ei. Niðurstaða þeirrar greiningar benti til þess að miklar líkur eru á að alvarleg Euler kiknun eigi sér stað vegna stórra áskrafta en aftur á móti eykst styrkur gegn ytri þrýstingi við það að steypa 7" fóðringuna. Mikilvægt er að hita holuna hægt upp til að minnka líkurnar á að mannvirkið verði fyrir alvarlegum skemmdum vegna hitastigsbreytinga. In well ÞG-14, in the high temperature geothermal field at Þeistareykir in Iceland owned by Landsvirkjun, the National Power Company of Iceland, the cementing of the production casing was problematic and large segments of the casing ended up uncemented. Because of this, there exists a risk of casing failures due to trapped water between the production casing and ...