„Í spor risa": Áhrif alþjóðlegs skemmtiefnis á ferðamannastaði á Íslandi.

Koma erlendra kvikmyndatökuliða og umfang verkefna þeirra hefur aukist mjög undanfarin ár hér á landi. Ísland hefur því birst sem sögusvið ýmissa sögupersóna. Kvikmyndir geta virkað sem gífurlega góð landkynning og haft mikil áhrif, sér í lagi á landsbyggðina (Ágúst Einarsson, 2012). Íslenska ríkið...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Ingibjörg Guðmundsdóttir 1992-, Jóhanna Rut Sævarsdóttir 1993-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/27741
Description
Summary:Koma erlendra kvikmyndatökuliða og umfang verkefna þeirra hefur aukist mjög undanfarin ár hér á landi. Ísland hefur því birst sem sögusvið ýmissa sögupersóna. Kvikmyndir geta virkað sem gífurlega góð landkynning og haft mikil áhrif, sér í lagi á landsbyggðina (Ágúst Einarsson, 2012). Íslenska ríkið hefur undanfarið styrkt komu erlendra kvikmyndaverkefna hingað til lands með endurgreiðslum af hluta þess kostnaðar sem fellur til hérlendis. Þetta hefur haft í för með sér mikla aukningu í komu ferðamanna á þau svæði sem birst hafa í myndefni (Iðnaðar- og viðskiptarráðuneytið, 2015). Þættirnir um Krúnuleikanna (e. Game of thrones) voru meðal annars teknir upp við Þórufoss í Kjós, Stekkjagjá á Þingvöllum og Þjóðveldisbæinn í Þjórsárdal og er nú hægt að fara í sérstaka ferð um það svæði. Einnig tók tónlistarmaðurinn Justin Bieber upp tónlistarmyndband við flugvélaflakið á Sólheimasandi sem nýtur síaukinna vinsælda. Þessir staðir eru til rannsóknar í þessari ritgerð sem fjallar um áhorf og iðkun ferðamanna á stöðum sem birst hafa í alþjóðlegu myndefni. Lögð er áhersla á að skoða ljósmyndahegðun ferðamanna og hvort birting staðanna í myndefni hafi áhrif á áhorf og iðkun. Stuðst er við þátttökuathuganir sem framkvæmdar voru við upptökustaði Krúnuleikanna og við flugvélaflakið á Sólheimasandi. Út frá því eru gögnin greind með kenningar um áhorf, iðkun, kóreógrafíu og sviðsetningu svæða til hliðsjónar. Markmiðið er að varpa ljósi á aðrar hliðar kvikmyndaferðamennsku heldur en þær hagrænu og skoða hver áhrif birtingar svæða í myndefni eru á staðina sjálfa. The arrival of foreign filmmakers to Iceland and the magnitude of their projects has increased through the last few years. Iceland has therefore been seen as the setting for different types of characters. Movies can play a big part in the promotion of the country, especially for the countryside (Ágúst Einarsson, 2012). Recently the Icelandic Government has been supporting the arrival of foreign filmmakers to Iceland with a partial refund of the production cost of film ...