Týnd í kerfinu: Meðferðarúrræði fyrir börn foreldra með geðræna sjúkdóma

Markmið þessarar fræðilegu úttektar er að skoða áhrif geðrænna sjúkdóma foreldra á börn, þrautseigju barna gagnvart veikindum foreldra sinna og áhrif geðsjúkdóma á getu foreldra til að sinna uppeldishlutverkinu. Skoðað verður hverjar þarfir þessara fjölskyldna eru og hvernig vernda má börnin. Að lok...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Gunnhildur Blöndal 1989-, Katla Marín Jónsdóttir 1979-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/27703
Description
Summary:Markmið þessarar fræðilegu úttektar er að skoða áhrif geðrænna sjúkdóma foreldra á börn, þrautseigju barna gagnvart veikindum foreldra sinna og áhrif geðsjúkdóma á getu foreldra til að sinna uppeldishlutverkinu. Skoðað verður hverjar þarfir þessara fjölskyldna eru og hvernig vernda má börnin. Að lokum eru meðferðarúrræði skoðuð, stiklað á stóru varðandi meðferðarformin sem í boði eru erlendis og hér á Íslandi, og hvernig þau hafa nýst þeim fjölskyldum sem á þeim þurfa að halda. Geðsjúkdómar eru sýnilegri en þeir voru áður og má hugsanlega þakka því vitundarvakningu á geðrænum vandamálum í þjóðfélaginu. Stór hluti þeirra sem þjást af geðrænum sjúkdómum eru á barneignaraldri og/eða með barn á sinni framfærslu. Börn sem eiga foreldri með geðsjúkdóm eru sjálf í margfalt meiri hættu á að fá geðrænan sjúkdóm og er afar mikilvægt að grípa inn í áður en geðsjúkdómur flyst á milli kynslóða. Þessi börn búa oftar en ekki við aðrar heimilisaðstæður en jafnaldrar þar sem foreldrarnir eru mis vel í stakk búnir til að sinna foreldrahlutverkinu vegna veikinda sinna. Rannsóknir hafa sýnt að mikilvægt er að skoða þarfir hverrar fjölskyldu fyrir sig auk þarfa barnanna til að hægt sé að finna besta meðferðarúrræði í hverju og einu tilfelli. Bestu úrræðin fyrir börn eru að fjölskyldan öll fái stuðning og hefur fjölskyldumeðferð reynst vel. Þá hefur reynst þessum börnum mikilvægt að við þau sé rætt um geðræn vandamál fjölskyldunnar í stað þess að hlífa þeim við þeim. Lykilorð: Geðrænir sjúkdómar, börn, foreldrar með geðræna sjúkdóma, meðferðarúrræði, þarfir barna. The purpose of this literature review dissertation is to explore the affect mental health disorders in families have on children, the resilience the children often show and how mental disorders affect parenting skills. We explore the needs of families affected by mental disease and how the children can be protected. Furthermore we explore treatments available in Iceland and in other countries and how these treatments have been beneficial to the families that need them the ...