Undirbúningur stöðlunar CEAS fyrir börn á aldrinum 6 til 12 ára

Við mat á hegðunar- og tilfinningavanda barna hefur tíðkast að nota frávikalista. Það getur orðið til þess að börn sem eiga við vanda að stríða en uppfylla ekki greiningarskilmerki geðraskana fái ekki viðeigandi aðstoð. CEAS listinn (Children’s Emotional Adjustment Scale) metur líðan og hegðun barna...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Helga Heiðdís Sölvadóttir 1988-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/27673
Description
Summary:Við mat á hegðunar- og tilfinningavanda barna hefur tíðkast að nota frávikalista. Það getur orðið til þess að börn sem eiga við vanda að stríða en uppfylla ekki greiningarskilmerki geðraskana fái ekki viðeigandi aðstoð. CEAS listinn (Children’s Emotional Adjustment Scale) metur líðan og hegðun barna á aldrinum 6 til 12 ára með atriðum um eðlilega líðan, þroska og færni í stað frávikseinkenna. CEAS metur þá sem víkja frá eðlilegum þroska og gefur einnig upplýsingar um heilbrigðan þroska og aðlögunarhæfni. CEAS listinn inniheldur 47 atriði sem mynda fjóra þætti: Skaplyndi (temper control), Framfærni (social assertiveness), Skýringarstíll (mood repair) og Kvíðastjórn (anxiety control). Þættirnir meta mikilvæg þroskasvið eins og tilfinninga- og félagsþroska. Markmið rannsóknarinnar var tvíþvætt, í fyrsta lagi að safna gögnum til að undirbúa stöðlun CEAS listans og í öðru lagi að skoða þáttabyggingu og próffræðilega eiginleika listans. Þátttakendur voru alls 925, þar af 735 mæður og 190 feður. Gagnasafninu var skipt upp eftir svörum mæðra og feðra. Helstu niðurstöður fyrir undirbúning stöðlunar á CEAS listanum er að úrtök mæðra og feðra í þessari rannsókn lýsa ekki þýði fullorðinna Íslendinga með tilliti til kyns, aldurs, búsetu og menntunar. Til að úrtök mæðra og feðra geti samsvarað þýði þarf að brýna fyrir aukinni þátttöku innan höfuðborgarsvæðisins, það þarf meiri dreifingu á aldursbilum og auka þátttöku meðal þeirra sem ekki eru með háskólamenntun. Einnig þarf að óska eftir áframhaldandi þátttöku feðra. Þáttabygging CEAS í úrtaki mæðra og í úrtaki feðra var í samræmi við niðurstöður rannsóknar Thorlacius og Gudmundsson (2015). Þáttagreininig studdi fjögurra þátta byggingu CEAS. Það var lág til miðlungs fylgni á milli þátta bæði í úrtökum mæðra og feðra, sem gefur til kynna að þeir séu að meta aðgreindar hugsmíðar. Áreiðanleiki þáttana var á bilinu 0,89 til 0,94. Heildartölurnar normaldreifðust og atriði á þáttunum Skaplyndi og Skýringarstíl eru næm fyrir þroskabreytingum. Marktækur munur var á svörum mæðra og ...