Það læra börnin sem fyrir þeim er haft: Mat á samfelldri kyrrsetu í grunnskólum á Íslandi með tilliti til þróunar á kyrrsetuhegðun

Inngangur: Á Íslandi eru 6-16 ára börn skólaskyld. Kyrrsetuhegðun, sem byrjar að þróast í fyrstu bekkjum grunnskóla, myndar grunn fyrir slíka hegðun á fullorðinsárum og eykur líkur á lífstílssjúkdómum. Með því að vinna gegn þróun kyrrsetuhegðunar hjá grunnskólabörnum er lagður grunnur að betri heils...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Ólafía Helga Jónasdóttir 1990-, Björn Hákon Sveinsson 1984-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/27627
Description
Summary:Inngangur: Á Íslandi eru 6-16 ára börn skólaskyld. Kyrrsetuhegðun, sem byrjar að þróast í fyrstu bekkjum grunnskóla, myndar grunn fyrir slíka hegðun á fullorðinsárum og eykur líkur á lífstílssjúkdómum. Með því að vinna gegn þróun kyrrsetuhegðunar hjá grunnskólabörnum er lagður grunnur að betri heilsu á fullorðinsárum. Markmið: Markmið verkefnisins eru: a) að leggja mat á samfelldan kyrrsetutíma nemenda í grunnskólum á Íslandi; b) að bera saman kyrrsetutíma í heilsueflandi, almennum og einkareknum grunnskólum; c) að bera saman kyrrsetutíma milli mismunandi skólastiga; og d) að setja fram leiðbeiningar um uppsetningu stundaskráa fyrir grunnskóla. Aðferðir: Tekið var þrílagskipt tilviljunarúrtak og upplýsinga aflað úr 20 grunnskólum. Lagt var mat á samfellda kyrrsetu út frá stundatöflum. Unnið var út frá því viðmiði að kyrrseta sem varir í 60 mín eða lengur án þess að vera brotin upp með hreyfingu í a.m.k. 10 mín sé samfelld og þar með talin til heildarkyrrsetu grunnskólabarna. Niðurstöður: Marktækur munur er á lengd skipulagðrar kyrrsetu á dag á mismunandi skólastigum (p<0,001). Í öllum skólum var minnst kyrrseta á yngsta stigi en mest á elsta stigi. Einnig var marktækur munur á meðallengd skipulagðrar kyrrsetu milli mismunandi gerða af grunnskólum (p<0,001). Styttri skipulögð kyrrseta var í einkareknum þátttökuskólum í samanburði við heilsueflandi og almenna grunnskóla. Ekki var marktækur munur á aukningu skipulagðrar kyrrsetu milli skólastiga í mismunandi skólum (p=0,131); aukning á kyrrsetu er því sú sama á milli skólastiga í öllum skólagerðum. Ályktanir: Samfelld kyrrseta grunnskólabarna á Íslandi, metin út frá stundatöflum, fer ítrekað yfir 60 min, eykst með aldri og getur leitt til óæskilegra áhrifa. Settar eru fram leiðbeiningar um uppsetningu stundatafla með það að markmiði að minnka samfellda kyrrsetu nemenda Introduction: School attendance is mandatory for children aged 6-16 years in Iceland. Sedentary behaviour, which starts developing in the first years of elementary school, forms the ...