Gengisáhrif krónunnar á erlenda ferðamenn. Greining á vextinum í íslenskri ferðaþjónustu

Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur verið gríðarlegur hér á landi á undanförnum árum og hefur metfjöldi ferðmanna heimsótt landið á hverju ári frá 2011. Ferðaþjónustan varð stærsta útflutningsgrein okkar Íslendinga árið 2013 og hefur greinin stækkað hratt. Eftir að bankarnir hrundu haustið 2008 gerði flj...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Atli Arnarson 1993-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/27552
Description
Summary:Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur verið gríðarlegur hér á landi á undanförnum árum og hefur metfjöldi ferðmanna heimsótt landið á hverju ári frá 2011. Ferðaþjónustan varð stærsta útflutningsgrein okkar Íslendinga árið 2013 og hefur greinin stækkað hratt. Eftir að bankarnir hrundu haustið 2008 gerði fljótandi gengisstefna það mögulegt að leyfa genginu að falla sem leiddi til aukins útflutnings. Landið var þá ódýrara í kjölfarið en síðan þá hefur gengið styrkst mikið, eða um 70% milli áranna 2008 og 2016, þrátt fyrir nokkrar niðursveiflur á leiðinni. Á fyrsta ársfjórðungi ársins 2017 er Ísland talið eitt dýrasta land Evrópu en þrátt fyrir það hefur kortavelta á hvern ferðamann sem sækir landið heim verið að aukast frá flestum ferðamannaþjóðjum á undanförnum árum. Markmið ritgerðarinnar er að skoða hvort gengislækkunin sem átti sér stað í kjölfar bankahrunsins árið 2008 hafi orðið til þess að ferðaþjónustan fór á flug og einnig hvort atburðir sem hafa verið góð auglýsing fyrir landið, s.s. eldgosið í Eyjafjallajökli 2010 og Evrópumótið í knattspyrnu 2016, hafi haft meiri áhrif á ferðamannastrauminn og kortaveltu ferðamanna hér á landi. Samkvæmt niðurstöðunum útskýrir gengisþróunin kortanotkun og komur ferðamanna hingað til lands aðeins að hluta til. Aðhvarfsgreining leiðir í ljós að eldgosið í Eyjafjallajökli og Evrópumótið í knattspyrnu hafi haft meiri áhrif á kortanotkun erlendra ferðamanna hér á landi heldur en gengisþróun krónunnar, þó svo að ekki sé hægt að segja að sveigjanleg króna hafi engu máli skipt.