Staða Háskóla Íslands í hugum háskólanemenda: Vitund, ímynd, tryggð og væntingar

Sterk staða skipulagsheilda á markaði getur leitt til samkeppnislegra yfirburða en staðreyndin er sú að samkeppnislegir yfirburðir eru ekki varanlegir. Háskóli Íslands er yfir 100 ára gamall og er elsti háskóli á Íslandi. Háskóli Íslands er virkur þátttakandi í vísinda- og fræðasamfélagi alþjóðlega...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Vilborg Ásta Árnadóttir 1993-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/27491
Description
Summary:Sterk staða skipulagsheilda á markaði getur leitt til samkeppnislegra yfirburða en staðreyndin er sú að samkeppnislegir yfirburðir eru ekki varanlegir. Háskóli Íslands er yfir 100 ára gamall og er elsti háskóli á Íslandi. Háskóli Íslands er virkur þátttakandi í vísinda- og fræðasamfélagi alþjóðlega og er í fararbroddi íslenskra háskóla. Skólinn menntar fólk til þátttöku á öllum sviðum atvinnu- og þjóðlífs og er þannig undirstaða framsækins og farsæls samfélags. Mikilvægt er að Háskóli Íslands myndi sér sterka stöðu og staðfærslu í huga neytenda á markaði og þá sérstaklega meðal háskólanemenda. En sterk staða getur varið háskólann fyrir breytingum á markaði sem gætu haft áhrif á hegðun neytenda. Í þessari rannsókn var markmiðið að skoða hver staða Háskóla Íslands er í hugum háskólanemenda á Íslandi með því að skoða fjóra þætti: vitund, ímynd, tryggð og væntingar. Í rannsókninni er notuð blönduð rannsóknaraðferð. Í eigindlega hluta rannsóknarinnar þar sem tekin voru hálfopin viðtöl var leitast við að skoða hver vitund, ímynd, tryggð og væntingar Háskóli Íslands óskar sér að sé til staðar í hugum háskólanemenda á Íslandi. Í megindlega hluta rannsóknarinnar var lagður fyrir spurningalisti fyrir háskólanemendur á Íslandi. Spurningarnar snéru að þessum fjórum þáttum, til þess að komast að hver raunveruleg staða Háskóla Íslands er í hugum háskólanemenda hér á landi. Helstu niðurstöður voru þær að Háskóli Íslands býr yfir sterkri vitund á markaði, mun meiri en samkeppnisaðilar. Þegar kemur að ímynd töldu flestir háskólanemendur ímyndarþættina fjölbreytt nám, lág skólagjöld, gott orðspor og hentug staðsetning eiga vel við Háskóla Íslands en sterk tenging við atvinnulífið, góð aðstaða og góð þjónusta ætti illa við skólann. Á heildina litið var nokkur munur á ímynd Háskóla Íslands í hugum nemenda og þeirri ímynd sem Háskólinn vill hafa. Mikil tryggð ríkir til Háskóla Íslands meðal nemenda hans en Háskólinn í Reykjavík var með mestu tryggðina af öllum háskólum á Íslandi. Almennt báru flestir nemendur við Háskóla Íslands ...