Tíð starfsmannasamtöl bæta samskipti. Snerpusamtöl.

Starfsmannasamtöl eru mikilvægt verkfæri í þróun hvers starfsmanns og eru mikið notuð í íslensku starfsumhverfi. Margar útgáfur eru til af starfsmannasamtölum og frammistöðumati, en á Íslandi hefur myndast hefð fyrir árlegu starfsmannasamtali. Margar rannsóknir hafa þó leitt í ljós að upplifun starf...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sóley Kristjánsdóttir 1978-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/27482
Description
Summary:Starfsmannasamtöl eru mikilvægt verkfæri í þróun hvers starfsmanns og eru mikið notuð í íslensku starfsumhverfi. Margar útgáfur eru til af starfsmannasamtölum og frammistöðumati, en á Íslandi hefur myndast hefð fyrir árlegu starfsmannasamtali. Margar rannsóknir hafa þó leitt í ljós að upplifun starfsfólks og stjórnenda af þeim er ekki góð og árangur af þeim ekki eins mikill eins og vonast er til. Markmið þessarar rannsóknar var að bera saman upplifun starfsfólks og stjórnenda af árlegum starfsmannasamtölum við upplifun af nýjum snerpusamtölum. Helsti munurinn á samtölunum er að hefðbundnu starfsmannasamtölin fóru fram einu sinni á ári og snerpusamtölin fara fram fjórum sinnum á ári. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð til að skoða upplifun starfsmanna og stjórnenda. Tekin voru viðtöl við fjóra starfsmenn og fjóra stjórnendur síð sumars 2015, sem öll höfðu reynslu af hefðbundnum samtölum og snerpusamtölum. Snerpusamtölin voru innleidd einu og hálfu ári áður en rannsóknin fór fram. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að upplifun starfsmanna og stjórnenda af snerpusamtölunum var góð og tíðari umræðuvettvangur stuðlaði að bættum samskiptum. Hefðbundnu samtölin þóttu vera kvíðavaldandi og lítil sem engin eftirfylgni á milli þeirra. Von viðmælenda var að snerpusamtölunum yrði haldið áfram. Stjórnendur treystu á eftirfylgni mannauðssviðs en mannauðssvið treysti á eftirfylgni stjórnenda. Huga þarf að þessu. Einnig væri vænlegt að auka þjálfun stjórnenda í að taka snerpusamtölin og fylgja vel eftir að allir fái samtöl, jafnt stjórnendur sem starfsmenn. Employee conversations are important tools for the development of each employee and are widely used in the Icelandic work environment. There are many versions of employee conversations and performance reviews, but in Iceland there has been a tradition for an annual employee conversation. However, many studies have revealed that employees and managers experience is not good and their effectiveness is not according to expectations. The objective of this study ...