Lestir lausamennsku og lifnaður við sjávarsíðuna: Afbrot og siðferði á Akureyri 1810-1840

Í kjölfar endaloka einokunarverslunar á seinni hluta 18. aldar voru sex kaupstaðir stofnaðir í landinu, og voru verslanir nú opnar allan ársins hring. Stofnun kaupstaða leiddi til þess að þéttbýlismyndun hóf í upphaf 19. aldar, þar sem kaupmenn og iðnaðarmenn sóttu í kaupstaðina í leit að atvinnutæk...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Þórunn Þorsteinsdóttir 1992-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/27422
Description
Summary:Í kjölfar endaloka einokunarverslunar á seinni hluta 18. aldar voru sex kaupstaðir stofnaðir í landinu, og voru verslanir nú opnar allan ársins hring. Stofnun kaupstaða leiddi til þess að þéttbýlismyndun hóf í upphaf 19. aldar, þar sem kaupmenn og iðnaðarmenn sóttu í kaupstaðina í leit að atvinnutækifærum. Íslenskt atvinnulíf mótaðist hins vegar af kvöðum vistarbandsins. Lög réðu atvinnu og ferðum landsmanna, og alþýðan lifði við mikla eftirgrennslan yfirvalda.Til þess að geta sest að í kaupstöðum var mönnum skylt að bera borgarabréf eða hafa aðra löglega atvinnu. Þéttbýlið var í orðræðu ráðamanna nátengt hugmyndum um óhóf, sjálfræði, leti og síðast en ekki síst lausamenn. En hvernig endurspeglaði daglegt líf kaupstaðarins orðræðu ráðamanna? Hér verður fjallað um þéttbýlismyndum í Akureyrarkaupstað á öndverðri 19. öld og dómsmál sem komu upp í kaupstaðnum sett í samhengi við orðræðu ráðamanna. Einnig verða sýnt fram á að viðbrögð kaupstaðarbúa við brotum á atvinnu- og verslunarlöggjöf í og við kaupstaðinn á árunum 1812-1830 bendi til þess að togstreita hafi verið á milli opinberrar túlkunar á lagaramma samfélagsins annars vegar og samfélagslegs ágóða af því að leyfa ákveðnum brotum að viðgangast. Ritgerðin skiptist í þrjá meginkafla auk inngangs og niðurlags. Í fyrsta kafla verður fjallað um erlenda strauma og áhrif þeirra á orðræðu um fátækt annars vegar og tengingu flakks við glæpi hins vegar. Í öðrum kafla verður fjallað um lög og reglur í landinu og orðræðu íslenskra ráðamanna um lausamennsku og neyslu í þéttbýli. Í þriðja og síðasta kaflanum verða tekin dæmi úr dómabókum Eyjafjarðarsýslu af lausamennsku- og verslunarlagabrotum sem áttu sér stað í og við Akureyrarkaupstað á fyrri hluta 19. aldar.