„Það má alltaf gera betur" Nýliðaþjálfun á Grand Hótel Reykjavík

Markmið verkefnisins var að kanna upplifun starfsmanna af nýliðanámskeiði Grand Hótels og koma með tillögur að viðbótum við námskeiðið, ef einhverjar væru. Rannsóknarspurning verkefnisins var: „Hvernig upplifa starfsmenn Grand Hótels nýliðanámskeiðið?“. Í ljósi þess að upplifun var til athugunar vor...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Nína Birna Þórsdóttir 1990-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/27398
Description
Summary:Markmið verkefnisins var að kanna upplifun starfsmanna af nýliðanámskeiði Grand Hótels og koma með tillögur að viðbótum við námskeiðið, ef einhverjar væru. Rannsóknarspurning verkefnisins var: „Hvernig upplifa starfsmenn Grand Hótels nýliðanámskeiðið?“. Í ljósi þess að upplifun var til athugunar voru eigindlegar rannsóknaraðferðir notaðar. Tekin voru viðtöl við sex starfsmenn Grand Hótels og viðtölin greind með aðferðum fyrirbærafræði sem er eigindleg rannsóknaraðferð. Helstu niðurstöður voru að upplifun starfsmanna af nýliðanámskeiði Grand Hótels var á heildina litið jákvæð. Tillögur að viðbótum frá starfsmönnum snérust til að mynda að umfangsmeiri upplýsingagjöf til starfsmanna með tilliti til framtíðaráforma fyrirtækisins ásamt meiri samskiptum milli starfsmanna meðan á námskeiðinu stæði. Tillögur að hagnýtum viðbótum af hendi rannsakanda eru nokkrar en vonast er til að þær komi að gagni. Rannsóknin varpar ljósi á upplifun starfsmanna af nokkrun þjóðernum af nýlega innleiddu nýliðanámskeiði og því gefa niðurstöður tækifæri til lærdóms fyrir önnur þjónustufyrirtæki sem hyggjast sjálf hefja innleiðingu skipulagðra þjálfunarverkferla.