Án stefnu ertu týndur. Stefnumótun þriggja félagasamtaka á Íslandi borin saman við kenningar um stefnumótun fyrirtækja og félagasamtaka.

Markmið þessarar rannsóknar er að skoða stefnumótun þriggja félagasamtaka á Íslandi og bera saman við kenningar um stefnumótun í fyrirtækjum og félagasamtökum með eigindlegri rannsóknaraðferð þar sem notast var við hálfopin viðtöl. Félagasamtökin þrjú voru Kraftur, Bandalag íslenskra skáta og Rauði...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Berglind Vignisdóttir 1993-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/27375
Description
Summary:Markmið þessarar rannsóknar er að skoða stefnumótun þriggja félagasamtaka á Íslandi og bera saman við kenningar um stefnumótun í fyrirtækjum og félagasamtökum með eigindlegri rannsóknaraðferð þar sem notast var við hálfopin viðtöl. Félagasamtökin þrjú voru Kraftur, Bandalag íslenskra skáta og Rauði krossinn á Íslandi. Viðmælendur voru Ragnheiður Davíðsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts, Sigríður Ágústsdóttir skrifstofustjóri skátanna, Hermann Sigurðsson framkvæmdastjóri skátanna og Kristján Sturluson fyrrverandi framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Í fræðilega hluta ritgerðarinnar eru skoðaðar helstu skilgreiningar stefnu og stefnumótunar og helstu kenningar um stefnumótun í fyrirtækjum annars vegar og félagasamtökum hins vegar dregnar fram. Finna má sameiginleg ferli sem eru til staðar í báðum kenningum. Þau ferli eru tilgangur, framtíðarsýn og innri og ytri greining. Það sem greinir á milli þessara kenninga eru þau áhrif sem móta stefnuna. Í fyrirtækjum er oftast leitað eftir að finna samkeppnisforskot sem stefnan byggir á. Í félagasamtökum eru það stefnumiðuðu vandamálin sem samtökin vilja leysa sem hafa meiri áhrif á mótun stefnu. Auk þess byggir innleiðingarferli fyrirtækja á að mótuð stefna sé raunsæ gagnvart umhverfinu og stjórnun menningar og umbunar til að innleiðing takist vel. Innleiðingarferli félagasamtaka einblínir meira á nákvæma aðgerðaráætlun og öflun fjármagns til þess að framkvæma stefnuna. Í niðurstöðum kom í ljós að Kraftur sýndi vísbendingar um stefnumótunarferli bæði fyrirtækja og félagasamtaka en ekki nóg til þess að fella félagasamtökin undir aðra hvora kenninguna. Ferli skátanna og Rauða krossins báru bæði merki um kenningar stefnumótunar fyrirtækja en vísbendingar um stefnumótun félagasamtaka voru þó í mun meira mæli og féllu bæði félagasamtökin undir kenningar um stefnumótun í félagasamtökum.