Vestfirðir í augum erlendra ferðamanna á Íslandi

Markmið þessarar ritgerðar var að skoða vitund erlendra ferðamanna á Íslandi um Vestfirði. Einnig hvort að ímyndastaða Vestfjarða eigi við fyrri rannsóknir. Lagðar voru fram tvær rannsóknarspurningar: 1. Er vitund meðal erlendra ferðamanna á Íslandi á Vestfjörðum? 2. Hver er ímyndastaða Vestfjarða,...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hólmfríður Magnúsdóttir 1989-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/27353
Description
Summary:Markmið þessarar ritgerðar var að skoða vitund erlendra ferðamanna á Íslandi um Vestfirði. Einnig hvort að ímyndastaða Vestfjarða eigi við fyrri rannsóknir. Lagðar voru fram tvær rannsóknarspurningar: 1. Er vitund meðal erlendra ferðamanna á Íslandi á Vestfjörðum? 2. Hver er ímyndastaða Vestfjarða, meðal erlendra ferðamanna á Íslandi? Notast var við megindlega aðferðafræði og spurningalista dreift á meðal þátttakenda. Spurningalistanum var dreift yfir fjóra daga í rútum Reykjavík Excursions frá BSÍ til Keflavíkurflugvallar og til baka. Fjöldi þátttakenda rannsóknarinnar voru 201 einstaklingur. Kynjahlutfall var fremur jafnt en 51,2% þátttakenda voru konur, 47,8% karlar og 1% þátttakenda merkti við valmöguleikann „Annað“. Flestir voru á aldursbilinu 18 – 35 ára eða 75% svarenda. Svarendur komu frá 31 landi, flestir frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Spáni. Markaðssetning Vestfjarða miðar að þeim þáttum sem koma fram á heimasíðu Markaðsstofu Vestfjarða. Því þótti höfundi áhugavert að kanna hvort niðurstöður rannsóknarinnar myndu hæfa þeim ímyndaþáttum sem lagðir hafa verið upp með. Svarendur tengdu Vestfirði helst við náttúru sem passar við fyrri rannsóknir sem Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hafði framkvæmt. Svarendur sem höfðu áður heyrt um Vestfirði lýstu þeim sem óbyggðum, afskekktum og friðsamlegum. Í ljós kom við greiningu gagna að Vestfirðir hafa nokkuð jákvæða ímynd á meðal erlendra ferðamanna á Íslandi. Höfundur kannaði einnig hvort að tengsl væru á milli þeirra sem væru að fara frá Íslandi og þeirra sem höfðu heyrt um Vestfirði. Framkvæmt var kíkvaðrat tölfræðipróf sem sýndi að ekki voru tengsl á milli þessara tveggja hópa (p > 0,05). Niðurstöður rannsóknarinnar gefa ekki skýra mynd af vitund allra erlendra ferðamanna á Íslandi um Vestfirði. Úrtakið hefði þurft að vera stærra og könnunin lögð yfir lengri tíma ef svo hefði átt að vera.