Færni og ánægja fanga við iðju

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Færni við iðju svo sem að hugsa um sig og sína, stunda vinnu eða nám og tómstundaiðju raskast oft hjá einstaklingum sem dvelja lengi á stofnunum og eiga því oft í erfiðleikum með að aðlagast samfélaginu að lokinni slíkri stofnanadvöl. Fí...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Helga Jóna Sigurðardóttir, Sandra Rún Björnsdóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2003
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/273
Description
Summary:Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Færni við iðju svo sem að hugsa um sig og sína, stunda vinnu eða nám og tómstundaiðju raskast oft hjá einstaklingum sem dvelja lengi á stofnunum og eiga því oft í erfiðleikum með að aðlagast samfélaginu að lokinni slíkri stofnanadvöl. Fíkniefnaneysla og andleg vanlíðan skerða einnig færni fólks til að takast á við iðju. Á Íslandi afplána um það bil 220 til 250 afbrotamenn dóma ár hvert. Talið er að stór hluti afbrotamanna eigi við fíkniefnavanda og andlega vanlíðan að stríða. Afbrotamenn sem dvelja á réttargeðdeildum og í fangelsum erlendis njóta víða þjónustu iðjuþjálfa við að bæta færni sína við iðju og hefur þeim farnast betur við að takast á við lífið eftir afplánun en þeim sem ekki hafa notið slíkrar þjónustu. Íslenskum afbrotamönnum hefur ekki staðið til boða slík þjónusta þrátt fyrir að eiga rétt á henni samkvæmt 1. grein laga um heilbrigðisþjónustu og 2. grein laga um fangelsi og fangavist. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna færni fanga við iðju, það er að sjá um sjálfa sig og heimili sitt, stunda vinnu eða nám og tómstundaiðju; að athuga hversu ánægðir þeir voru með færni sína á þessum sviðum og hvort þeir töldu þörf á að bæta hana. Markmiðið var einnig að kanna hvort fangar töldu sig undirbúna að fara aftur út í samfélagið að lokinni afplánun. Spurningalisti var lagður fyrir 64 fanga í Fangelsinu Litla-Hrauni. Spurningalistinn var hannaður af rannsakendum og byggir á kanadíska færnilíkaninu um „eflingu iðju“ (Canadian Model of Occupational Performance). Samtals svöruðu 33 fangar spurningalistunum (51.6%). Lýsandi tölfræði var notuð svo sem tíðnitöflur og prósentureikningar. Niðurstöður sýndu að um þriðjungur fanganna taldi færni sína við að sjá um sjálfa sig, sinna heimilisstörfum, vinnu og tómstundaiðju litla. Um það bil helmingur fanganna taldi sig vera illa undirbúna að fara út í samfélagið að lokinni afplánun. Enn fleiri eða tveir þriðju allra fanganna vildu bæta færni sína við iðju í fangelsinu. Með rannsókn eins og þessari er ...