Nám kvenfanga í afplánun á Íslandi

Konur eru í miklum minnihluta af heildarfjölda fanga í afplánun á Íslandi. Þær eru líklegri til að vera í neyslu áfengis- og vímuefna og glíma við margþættan persónulegan vanda sem kallar á að betrun þeirra og menntunartækifæri séu skoðuð sérstaklega. Markmið rannsóknarinnar sem ritgerð þessi byggir...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Birna Aðalheiður Árdal Birgisdóttir 1988-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/27253
Description
Summary:Konur eru í miklum minnihluta af heildarfjölda fanga í afplánun á Íslandi. Þær eru líklegri til að vera í neyslu áfengis- og vímuefna og glíma við margþættan persónulegan vanda sem kallar á að betrun þeirra og menntunartækifæri séu skoðuð sérstaklega. Markmið rannsóknarinnar sem ritgerð þessi byggir á var að greina aðgengi kvenfanga að námi í afplánun í íslenskum fangelsum. Rannsóknin byggir á viðtölum við fagfólk sem starfar náið með kvenföngum og eru sérfræðingar í aðbúnaði og þjónustu innan fangelsanna, hvert á sínu sviði. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að aðgengi kvenna að námi í afplánun í íslenskum fangelsum er einhæft og takmarkað. Í Kópavogsfangelsi gátu konur einungis fengið bóklega kennslu í íslensku, ensku og stærðfræði. Engin sérstök kennslustofa var í fangelsinu, lítið næði til lærdóms og internetaðgengi verulega takmarkað. Með tilkomu fangelsi á Hólmsheiði munu konum standa til boða fleiri valkostir hvað varðar námsframboð en áður tíðkaðist en aðeins verður boðið upp á fjarnám. Aukið framboð verður á áföngum á framhaldsskólastigi þó námsframboð muni aldrei verða líkt og þekkist á Litla-Hrauni. Helstu framfarir í menntunarúrræðum kvenna munu meðal annars felast í aðgengi að tækjakosti þar sem hverri konu í námi verður útveguð fartölva, ásamt rýmra aðgengi að tölvunotkun. Few women serve time in Icelandic prisons at each time. Most of them have been in heavy substance abuse and suffer from complex personal problems. This situation calls for a special attention to their opportunities for education. The aim of this study is to analyse female prisoners’ access to education while serving prison sentences in Icelandic prisons. The research is based on interviews with professionals who work closely with female prisoners and are specialists in working with inmates. The findings of the research indicate that access to education of women in prison is limited to few available options. In Kópavogur Prison women could only study Icelandic, English and mathematics at the upper secondary level. There ...