„Bláa gullið“ -Uppsprettu lífsins tekið sem sjálfsögðum hlut-

Í þessari greinargerð er gerð grein fyrir margmiðlunarfréttaskýringu þar sem notast er við texta, myndir, myndbandsbrot af viðmælendum og umfjöllunarefninu sjálfu sem er vatn í náttúru Íslands. Umfjölluninni er skipt niður í fjóra kafla þar sem farið er yfir hvert áhersluatriði fyrir sig. Ástæðan fy...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Bára Huld Beck Sigfúsdóttir 1982-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/27232
Description
Summary:Í þessari greinargerð er gerð grein fyrir margmiðlunarfréttaskýringu þar sem notast er við texta, myndir, myndbandsbrot af viðmælendum og umfjöllunarefninu sjálfu sem er vatn í náttúru Íslands. Umfjölluninni er skipt niður í fjóra kafla þar sem farið er yfir hvert áhersluatriði fyrir sig. Ástæðan fyrir því að velja margmiðlun var sú höfundur taldi viðfangsefnið komast sem best til skila til lesanda eða notanda með því að höfða til allra skynfæra til að ná fram ákveðnum hughrifum. Tilgangurinn með umfjöllun um vatn er að kanna stöðu þess á Íslandi, hvaða forsendur liggi til grundvallar góðu neysluvatni, fjalla um vatns- og náttúruvernd, kanna hvað betur mætti fara og fjalla um lög og siðfræði sem tengjast vatni. Niðurstaðan er sú að þrátt fyrir að neysluvatn sé almennt mjög gott þá má margt betur fara hvað varðar mengunarvarnir, framfylgni reglugerða og almennan hugsunarhátt um vatn og náttúru. Vatn er drifkraftur alls lífs og án þess myndi ásjóna heimsins vera með gerólíkum hætti en mannfólkið þekkir. Á Íslandi rignir mikið og snjóar og eru aðstæður með þeim allra bestu í heiminum hvað vatn varðar. En vegna þess að Íslendingar eru svo heppnir að geta gengið að þessari góðu auðlind vísri er vatni, að mati höfundar, oftar en ekki tekið sem sjálfsögðum hlut. In this report a think piece in multi-media form is explained, utilizing words, photos, short videos of interviewees and the subject-matter itself; water. The coverage is sub-divided into four chapters, in which each topic is covered. The reason for choosing the multi-media format was that the author considered it the best way to convey the subject-matter to the reader or user by reaching all the senses, and thus achieving a certain mental impression. The purpose of covering water is to investigate its state in Iceland, to look into which conditions are necessary for retaining good water for domestic consumption, to cover water- and nature-protection, to see if any improvements can be made, and to cover the laws and ethics pertaining to water. I conclude ...