Hvar sjálfstætt Grænland myndi leita skjóls innan alþjóðasamfélagsins

Í þessari ritgerð verður leitast eftir því að skoða hvaða leiðir sjálfstætt Grænland verður að fara til þess að geta þrifist og dafnað innan alþjóðasamfélagsins. Viðfangsefnið er skoðað út frá kenningum um smáríki og þá sérstaklega kenningunni um skjól smáríkja (e. shelter theory) enda yrði sjálfstæ...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Þórir Steinn Stefánsson 1992-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/27193
Description
Summary:Í þessari ritgerð verður leitast eftir því að skoða hvaða leiðir sjálfstætt Grænland verður að fara til þess að geta þrifist og dafnað innan alþjóðasamfélagsins. Viðfangsefnið er skoðað út frá kenningum um smáríki og þá sérstaklega kenningunni um skjól smáríkja (e. shelter theory) enda yrði sjálfstætt Grænland réttilega flokkað sem smáríki þar sem það yrði afar vanmáttugt vegna fámennis síns, byggi yfir lítilli og veikburða stjórnsýslu, væri hernaðarlega vanmáttugt auk þess sem efnahagur ríkisins yrði einhæfur og viðkvæmur. Til þess að þrífast og dafna innan alþjóðasamfélagsins yrði sjálfstætt Grænland að gera sér grein fyrir þessum veikleikum sínum og leita pólitísks, efnahagslegs og félagslegs skjóls hjá stærri ríkjum eða alþjóðlegum stofnunum. Sjálfstætt Grænland yrði hins vegar í áhugaverðri stöðu samanborið við mörg önnur smáríki vegna landfræðilegrar staðsetningar sinnar og þeirra tækifæra sem henni fylgja. Helstu niðurstöður eru þær að sjálfstætt Grænland hefði úr mörgum ólíkum pólitískum og efnahagslegum skjólum að velja en helstu vandamál ríkisins væru hins vegar af félagslegum toga og þess vegna verður ríkið að leggja mest kapp á að verða sér úti um eins öflugt félagslegt skjól og mögulegt er. Líklegt er að sjálfstætt Grænland myndi að miklu leyti leita skjóls í gegnum norræna samvinnu.