Tengslanet í opinberri stjórnsýslu. Stjórnsýsluleg staða Fjármálaeftirlitsins og lýðræðisleg ábyrgð

Í þessari ritsmíð er Fjármálaeftirlitið til umfjöllunar. Í stærra samhengi er markmiðið að draga lærdóm af því hvernig tengslanet í opinberri stjórnsýslu verða til, hvað einkennir þau og hvernig lýðræðislegu umboði og ábyrgð er háttað í vinnu þeirra. Meginmarkmið og tilgangur með rannsókninni er að...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Jóhanna Sigurjónsdóttir 1991-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/27177
Description
Summary:Í þessari ritsmíð er Fjármálaeftirlitið til umfjöllunar. Í stærra samhengi er markmiðið að draga lærdóm af því hvernig tengslanet í opinberri stjórnsýslu verða til, hvað einkennir þau og hvernig lýðræðislegu umboði og ábyrgð er háttað í vinnu þeirra. Meginmarkmið og tilgangur með rannsókninni er að skilja Fjármálaeftirlitið sem stjórntæki hins opinbera og tengslanetið sem myndast hefur um það. Þá er áhersla lögð á það hvernig lýðræðislegu umboði og fyrirsvari er háttað í tengslanetinu um Fjármálaeftirlitið. Notuð er aðferðafræði eigindlegra tilviksrannsókna en meginrannsóknaraðferðin er greining á fyrirliggjandi heimildum um Fjármálaeftirlitið og fjármálastarfsemi á Íslandi. Gögnin eru skoðuð í ljósi umboðskenninga, stjórntækjakenninga og tengslanetakenninga og þannig leitast við að varpa nýrri sýn á viðfangsefnið. Við greiningu á Fjármálaeftirlitinu er stuðst við greiningarramma Koliba, Zeek og Mia á tengslanetum í opinberri stjórnsýslu. Aðeins er litið til atriða sem gagnlegt er að skoða í fræðilegu samhengi til fá nýja mynd á Fjármálaeftirlitið sem stjórntæki og tengslanetið sem myndast hefur um það. Niðurstöður sýna að Fjármálaeftirlitið er lögbundin, sjálfstæð ríkisstofnun sem búin var til í kringum beitingu opinbers stjórntækis, hagrænnar reglusetningar. Færð eru rök fyrir því að tengslanet, eins og það er skilgreint af Koliba, Zeek og Mia, hafi myndast um Fjármálaeftirlitið. Þá eru færð rök fyrir því að þar sem Fjármálaeftirlitið er sjálfstæð stofnun er það ekki, nema í mjög víðum og almennum skilningi, hluti þeirrar umboðskeðju sem tryggja á almennt aðhald um meðferð valds og lýðræðislega og pólitíska ábyrgð. Þrátt fyrir það sýna niðurstöður að Fjármálaeftirlitið hefur sterkt lýðræðislegt akkeri. The Financial Supervisory Authority of Iceland (FSA) is the subject of this thesis. The aim of this thesis, in a wider context is to understand and determine the way in which governance networks in public administration are established and to recognize their characteristics. Emphasis is placed on the structure ...