Kirkjan gegn ofbeldi:Hvernig getur kirkjan brugðist við ofbeldi í samtíma okkar?

Ritgerð þessi fjallar um hvernig kirkjan geti nálgast þann raunveruleika sem ofbeldi er í samfélagi okkar. Framkvæmdaáætlun íslensku þjóðkirkjunnar gegn ofbeldi er rakin og bent er á helstu leiðir, jafnt þær sem komnar eru til framkvæmda sem og aðrar sem enn bíða. Helstu leiðir kirkjunnar eru í gegn...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Stefanía Steinsdóttir 1980-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Master Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/27141
Description
Summary:Ritgerð þessi fjallar um hvernig kirkjan geti nálgast þann raunveruleika sem ofbeldi er í samfélagi okkar. Framkvæmdaáætlun íslensku þjóðkirkjunnar gegn ofbeldi er rakin og bent er á helstu leiðir, jafnt þær sem komnar eru til framkvæmda sem og aðrar sem enn bíða. Helstu leiðir kirkjunnar eru í gegnum stjórnsýslu, helgihald, predikun, sálgæslu og biblíutexta. Í ljósi þess að algengara er að konur séu þolendur ofbeldis er sérstaklega horft til framlags femínískrar guðfræði á síðustu áratugum. Gagnrýni femínískrar guðfræði á feðraveldi er skoðuð og áhrif hennar könnuð með tilliti til ofbeldis gegn konum. Að lokum er kynnt aðferð sem Anna Carter Florence hefur notað við kennslu í predikunarfræðum. Florence hefur þróað aðferð sem byggist á lestri ofbeldisfullra texta Gamla testamentisins og predikarar geta tileinkað sér til að auka meðlíðan með þolendum ofbeldis. Hún leggur áherslu á mikilvægi þess að hafa opnar umræður um ofbeldi innan kirkjunnar en það styður jafnframt við framkvæmdaáætlun íslensku þjóðkirkjunnar. Florence bendir á mikilvægi bókar Phyllis Trible, Texts of Terror sem rýnir í fjórar sögur Gamla testamentisins sem allar fjalla um ofbeldi gegn konum. Í þessari ritgerð eru sögurnar skoðaðar út frá valdníðslu feðraveldsins og hvernig þær eiga sér hliðstæður í samfélaginu okkar í dag. Leitað er að Guði í sögunum bæði með aðferð Trible en eins með sýn Florence á nærveru Guðs í þjáningu. Lykilorð: Framkvæmdaáætlun kirkjunnar, ofbeldi, femínísk guðfræði, predikun, þjáning, meðlíðan. The focus of this thesis is how the church can respond to the reality of violence in our society. The Action Plan for the Evangelical Lutherian Church of Iceland (ELCI) against violence is outlined, the main strategies pointed out, both the ones that have already been implemented and the ones that haven’t. The most important approaches available to the church are through administration, liturgical practices, preaching, counceling, and biblical texts. Because women are more frequently the victims of violence, feminist theology ...