Til varnar Íslandi. Saga InDefence-hópsins árin 2008-2013

Viðfangsefni þessarar meistararitgerðar er að rannsaka In Defence of Iceland eða InDefence-hópinn sem var stofnaður til að bregðast við því er bresk stjórnvöld beittu hryðjuverkalögum til að frysta eigur Landsbankans í Lundúnum í október 2008. Það tengdist uppgjöri á Icesave-reikningum bankans þar í...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Markús Þ. Þórhallsson 1964-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/27136
Description
Summary:Viðfangsefni þessarar meistararitgerðar er að rannsaka In Defence of Iceland eða InDefence-hópinn sem var stofnaður til að bregðast við því er bresk stjórnvöld beittu hryðjuverkalögum til að frysta eigur Landsbankans í Lundúnum í október 2008. Það tengdist uppgjöri á Icesave-reikningum bankans þar í landi. Saga hópsins hófst á að hann efndi til undirskriftasöfnunar á Netinu undir slagorðinu „Icelanders are not Terrorists“, hann hafði mikil afskipti af Icesave-samningagerðinni og deilunum við Breta og Hollendinga allt til ársins 2013 þegar niðurstaða EFTA-dómstólsins lá fyrir. Sérstaða InDefence liggur í háu menntunarstigi félagsmanna og hve óhikað og afdráttarlaust hann gagnrýndi verk kjörinna fulltrúa, embættismanna og sérfræðinga innan stjórnsýslunnar. Það litu þeir á sem meginhlutverk sitt allt frá því að þeir hófu undirskriftasöfnun gegn beitingu hryðjuverkalaga og þar til Icesave-deilan var í höfn. Á vegum hópsins var unnið að fjölda greinargerða, álitsgerða, blaðagreina og yfirlýsinga þar sem bent var, með rökstuddum hætti, á ýmsa vankanta sem þeim sýndust á Icesave-samningunum. Einkum sneri það að lögmæti, óljósri greiðslukyldu og mikilvægi þess að verðmæti þrotabús Landsbankans lægi fyrir áður en samið væri. Þeir skýrðu sjónarmið sín jafnt fyrir stjórnmálamönnum, bankamönnum, embættismönnum, fjölmiðlum og almenningi; margir tóku undir með þeim en ríkisstjórn Íslands áleit alltaf réttast að ljúka samningum. Sjaldgæft er að almennir borgarar skipti sér jafn ötullega af milliríkjadeilu og InDefence-hópurinn gerði. Þeir háðu baráttu sína í anda frelsishetja nítjándu aldar, enda var mjög meðvitað viðhöfð afar þjóðernisleg orðræða til fulltingis málstaðnum sem þeir börðust fyrir. Saga InDefence-hópsins á árunum 2008 til 2013 er um þátttöku þeirra í alvarlegri milliríkjadeilu; afskiptum þeirra og greiningu á lagalegum, pólítískum og jafnvel siðferðilegum hliðum hennar. Þótt margir væru andvígir vinnubrögðum þeirra og mati á hvernig bæri að leysa deiluna tókst þeim að láta breyta einu samkomulagi og koma öðru í ...