„Við komum til Íslands því þið voruð með fyrsta kvenforsetann“ Um konur sem sótt hafa um alþjóðlega vernd á Íslandi

Umsóknum hælisleitenda hefur fjölgað ört á Íslandi síðustu ár. Rannsóknir um hælisleitendur eru því mikilvægar fyrir íslenskt samfélag og þá hælisleitendur sem hér dvelja. Markmið þessarar rannsóknar var að skyggnast inn í líf kvenna sem sótt hafa um hæli á Íslandi og lifa lífi sínu í bið á meðan um...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir 1982-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/27132
Description
Summary:Umsóknum hælisleitenda hefur fjölgað ört á Íslandi síðustu ár. Rannsóknir um hælisleitendur eru því mikilvægar fyrir íslenskt samfélag og þá hælisleitendur sem hér dvelja. Markmið þessarar rannsóknar var að skyggnast inn í líf kvenna sem sótt hafa um hæli á Íslandi og lifa lífi sínu í bið á meðan umsókn þeirra er til meðferðar hjá íslenskum yfirvöldum. Tekin voru eigindleg viðtöl við konur sem allar áttu það sameiginlegt að vera hælisleitendur. Frásagnir af lífi þeirra og reynslu voru settar í samhengi við kenningar um búferlaflutninga, femínískar kenningar, þjóðernishyggju og ímyndir. Helstu niðurstöður gefa til kynna að huga þurfi betur að aðbúnaði og mannréttindum hælisleitenda á Íslandi, sérstaklega með tilliti til þarfa kvenna í þessari stöðu. Flestar konurnar höfðu upplifað mikla erfiðleika í upprunalandi sínu og á flóttanum til Íslands. Enn fremur reyndist þátttakendum erfitt að lifa lífi sínu í bið og að komast af á því fjármagni sem þeim var úthlutað vikulega og ótti þeirra við brottvísun var mikill. Málefni hælisleitenda og flóttafólks á Íslandi koma reglulega upp í kastljósi fjölmiðla og annarri þjóðmálaumræðu. Nýlega hefur mikið verið rætt um svokallaðar tilefnislausar umsóknir hælisleitenda frá Balkanskaganum. Niðurstöður rannsóknarinnar benda þó til þess að umsóknir þeirra kvenna í rannsókninni sem koma frá ríkjum sem skilgreind hafa verið sem örugg séu ekki á nokkurn hátt tilhæfulausar. Lykilorð: Mannfræði, búferlaflutningar, þvingaðir búferlaflutningar, femínismi, hælisleitendur, flóttafólk, þjóðernishyggja, landamæri Applications from asylum seekers have increased rapidly in Iceland during the past few years. Research into this field is therefore crucial for Icelandic society and the asylum seekers who apply for asylum in Iceland. The aim of this research was to examine the lives of female asylum seekers in Iceland, whilst they wait for their application to be processed by Icelandic authorities. Qualitative interviews were conducted with the women about their experiences. Narrations regarding ...