"Þið eruð öll eitt í Kristi Jesú." Um forsendur og þróun þess að konur urðu prestar innan þjóðkirkju Íslands

Ritgerð þessi mun skoða hvernig það kom til að konur urðu prestar innan þjóðkirkju Íslands. Markmið hennar er annars vegar að varpa ljósi á hvaða forsendur búa þar að baki og hins vegar að skoða hvernig sú þróun átti sér stað. Í upphafi verður augum beint að hinu alþjóðlega samhengi þar sem áherslan...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigfús Jónasson 1989-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/27094
Description
Summary:Ritgerð þessi mun skoða hvernig það kom til að konur urðu prestar innan þjóðkirkju Íslands. Markmið hennar er annars vegar að varpa ljósi á hvaða forsendur búa þar að baki og hins vegar að skoða hvernig sú þróun átti sér stað. Í upphafi verður augum beint að hinu alþjóðlega samhengi þar sem áherslan liggur á kvennabaráttu, kristna femíniska guðfræði og áhrif þessara þátta á kirkjuna. Samhliða þessu verða biblíurannsóknir skoðaðar og hvaða áhrif þær höfðu á femíniska guðfræðinga og baráttu þeirra um miðja 20. öldina. Því næst verður þróunin skoðuð í íslensku samhengi, frá því að konur öðlast lagalega heimild til embættisgengis, hvernig þróunin var á Norðurlöndum, hvaða gerjun var um guðfræðileg álitamál innan þjóðkirkjunnar og hvaða viðbrögð verða í kjölfar þess að fyrsta konan er vígð á Íslandi. Í framhaldi þessa komast mál í kastljósið sem áður fyrr höfðu ekki öðlast hljómgrunn. Má þar nefna jafnréttismál og setur þjóðkirkjan sér fasta stefnu í slíkum málum eftir að konur vígjast. Eins og ritgerðin ber með sér hefur sagan um jafnrétti innan veggja kirkjunnar og út í samfélaginu verið löng og erfið. Þó svo að málum hafi þokast vel áfram á 21. öldinni er mikil vinna í að viðhalda þeim sigrum sem náðst hafa. Ritgerð þessi er því ekki síður hvatning um að halda þessum markmiðum á lofti og áminning um að ekki megi slá slöku við í jafnréttisbaráttunni. The purpose of this thesis is to examine how women became pastors within the Evangelical Lutheran Church of Iceland. First, a light will be shed on the prerequisites that are behind the event and second, how that process occurred. Initially the focus will be on the international context, especially the women´s rights movement, Christian feminist theology and its impact on the Church. Furthermore, bible texts will be examined and the impact they had on female theologians and their struggle in the middle of the 20th century. Next, the development will be explored within the context of Iceland, when women gained legal permission to be ordained, how that process occurred ...