Lyfjaatvik á Barnaspítala Hringsins. Orsakir og leiðir til úrbóta

Atvik innan heilbrigðisþjónustu, þar með talin lyfjaatvik, eru almennt lítið rædd. Minna er til af upplýsingum um lyfjaatvik hjá börnum en fullorðnum, en lyfjagjöf og lyfjaávísanir eru vandasamari hjá þeim. Hræðsla við viðbrögð sjúklings, aðstandenda og vinnustaðar getur valdið því að at...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Steinunn Selma Jónsdóttir 1992-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/27048
Description
Summary:Atvik innan heilbrigðisþjónustu, þar með talin lyfjaatvik, eru almennt lítið rædd. Minna er til af upplýsingum um lyfjaatvik hjá börnum en fullorðnum, en lyfjagjöf og lyfjaávísanir eru vandasamari hjá þeim. Hræðsla við viðbrögð sjúklings, aðstandenda og vinnustaðar getur valdið því að atvikaskráning verði ófullnægjandi. Til þess að auka öryggi sjúklinga er mikilvægt að atvik séu skráð og brugðist við þeim eins og kostur er. Opin umræða um atvik og góð atvikaskráning er ekki einungis mikilvæg fyrir öryggi á spítalanum heldur skapar hún einnig þægilegra vinnuumhverfi fyrir allt starfsfólk spítalans. Ekki hefur verið framkvæmd rannsókn á algengi og eðli lyfjaatvika hjá börnum á sjúkrahúsum á Íslandi. Þetta er mikilvægt viðfangsefni því þessi sjúklingahópur er á margan hátt í meiri hættu á lyfjaatvikum en fullorðnir auk þess sem afleiðingar þeirra eru oft alvarlegri en hjá fullorðnum. Vísindalegt gildi rannsóknarinnar felst í því að kanna orsakir og eðli lyfjaatvika sem orðið hafa innan Barnaspítala Hringsins. Mikilvægt er að komast að því hver algengustu atvikin eru og hvaða úrbætur eru mögulegar til þess að koma í veg fyrir endurtekin atvik af sama tagi. Um er að ræða afturskyggna gæðarannsókn. Lyfjaatvik hjá börnum á árunum 2007-2016 voru fundin í atvikaskráningu spítalans. Á árunum 2007-2016 voru 659 atvik tilkynnt á Barnaspítalanum en þar af voru 239 eða 36% atvika skráð sem lyfjatengd atvik. Algengast var að lyfjagjöf væri röng eða ekki í samræmi við fyrirmæli, þar af var algengast að rangur skammtur væri gefinn. Næst algengast var að lyfjafyrirmæli væru ófullnægjandi eða röng. Þau atvik eru sem betur fer oft uppgötvuð áður en sjúklingi er gefið lyf sem undirstrikar mikilvægi samlesturs. Atvikaskráningu þyrfti að kynna betur fyrir starfsfólki Barnaspítalans vegna þess hve gagnleg hún getur verið til þess að auka lyfjaöryggi. Lykilorð: Lyf, atvik, börn, orsakir, úrbætur Limited information is available on medication errors in ...