Samanburður á lyfjameðferð, út frá STOPP/START skilmerkjum, við upphaf vistar á hjúkrunarheimili og eftir sex mánuði

Íbúar hjúkrunarheimila eru gjarnan hrumir og hafa marga sjúkdóma sem krefjast notkunar margra lyfja en það getur aukið líkur á mögulega óviðeigandi ávísunum. Þróuð hafa verið STOPP/START skilmerki til að gera grein fyrir slíku. STOPP greinir mögulega óviðeigandi lyf (PIM) og START mögulega vanmeðhön...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigurður Hrannar Sveinsson 1993-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/27042
Description
Summary:Íbúar hjúkrunarheimila eru gjarnan hrumir og hafa marga sjúkdóma sem krefjast notkunar margra lyfja en það getur aukið líkur á mögulega óviðeigandi ávísunum. Þróuð hafa verið STOPP/START skilmerki til að gera grein fyrir slíku. STOPP greinir mögulega óviðeigandi lyf (PIM) og START mögulega vanmeðhöndlun (PPO). Markmið rannsóknarinnar var að meta lyfjameðferð íbúa tveggja hjúkrunarheimila í Reykjavík, með útgáfu tvö af STOPP/START skilmerkjum, við innlögn og eftir sex mánaða dvöl. Um er að ræða afturskyggna rannsókn þar sem þátttakendur voru íbúar sem lagðir voru inn á hjúkrunarheimili eftir 1. janúar 2013 og voru þar í a.m.k. sex mánuði. Meðal upplýsinga sem var safnað voru lyfjameðferð, sjúkdómsgreiningar, niðurstöður blóðrannsókna og upplýsingar um heilsufar íbúa úr RAI-mati. Á hjúkrunarheimili A voru 94,3% íbúa með eitt eða fleiri PIM á báðum tímapunktum en hlutfall PIM af heildarfjölda lyfja var 28,2% við innlögn og 27,3% eftir sex mánuði. Á hjúkrunarheimili B voru 90,9% íbúa með eitt eða fleiri PIM við innlögn en 96,4% eftir sex mánuði, og var hlutfall PIM af heildarfjölda lyfja 30,3% við innlögn og 36,8% eftir sex mánuði. Jákvæð fylgni var milli fjölda lyfja og fjölda PIM á hvorum tímapunkti beggja hjúkrunarheimila. Neikvæð fylgni reyndist milli vitrænnar skerðingar og fjölda PIM eftir sex mánaða dvöl á hjúkrunarheimili A og við innlögn á hjúkrunarheimili B. Á hjúkrunarheimili A voru 73,9% íbúa með eitt eða fleiri PPO við innlögn en 68,2% eftir sex mánuði. Á hjúkrunarheimili B voru 85,5% íbúa með eitt eða fleiri PPO við innlögn en 90,9% eftir sex mánuði. Niðurstöður gáfu því til kynna, út frá mati með STOPP/START skilmerkjum, að bæði PIM og PPO væru algeng við innlögn á hjúkrunarheimili og eftir sex mánaða dvöl. Kerfisbundnar lyfjayfirferðir við innlögn gætu því reynst æskilegar og væri þar mögulega hægt að nota STOPP/START skilmerkin til að lágmarka mögulega óviðeigandi lyfjaávísanir. Nursing home residents are often frail with multiple comorbidities requiring the use of many drugs, which increases the ...