Þýðing og gildi búfræðinámsins á Hvanneyri : væntingar, kröfur og reynsla fyrrverandi nemenda

Þessi rannsókn er meistaraprófsverkefni til M.Ed prófs í menntunarfræði við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Markmið verkefnisins var að kanna hverjar voru væntingar nemenda við bændadeild Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) áður en þeir komu til búfræðinámsins, ásamt því að rannsaka hvort námið haf...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Birta Berg Sigurðardóttir 1985-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/26941
Description
Summary:Þessi rannsókn er meistaraprófsverkefni til M.Ed prófs í menntunarfræði við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Markmið verkefnisins var að kanna hverjar voru væntingar nemenda við bændadeild Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) áður en þeir komu til búfræðinámsins, ásamt því að rannsaka hvort námið hafi staðist væntingar þeirra og hvernig það nýttist í atvinnulífinu. Við gerð verkefnisins voru hafðar til hliðsjónar hugmyndir Dewey um reynslumiðað nám (e. learning by doing). Kenningar hans ganga út á að reynsla þurfi að mynda samfellu eða tengsl við fyrri reynslu og verkefni til þess að nám eða menntun geti átt sér stað. Spurningalisti var sendur út rafrænt á útskrifaða nemendur LbhÍ og lögð sérstök áhersla á að ná til útskriftarárganga síðustu tíu ára (2005-2015). Könnunin var send á alls 271 einstakling og 151 svaraði, sem er 56% svarhlutfall. Niðurstöður könnunarinnar voru unnar í tölfræðiforritinu SPSS 7.5 sem hentar vel til úrvinnslu gagna úr könnunum. Þegar niðurstöðurnar voru skoðaðar mátti sjá að þeim nemendum sem höfðu einhverja reynslu áður en komið var til náms við LbhÍ fannst skilningur sinn á efninu dýpka. Voru yfir 90% nemenda sem fannst þeir læra frekar mikið eða mikið á náminu. Það sem helst þótti vanta upp á námið var frekari verkleg kennsla með betri tengingu á milli bóklegra og verklegra þátta. Einnig kom fram ákall eftir endurnýjuðu námsefni, sem þótti úrelt, og ekki síst gagnrýni á kennsluna sjálfa og kennsluhætti kennara. This study is a final assignment for a M.Ed degree in Education from the University of Akureyri. This particular project aimed to explore the expectations of students regarding the program before commencing studies at the farmer's department of the Agricultural University of Iceland (AUI), as well as their overall satisfaction with the provided education and the infrastructure associated with the vocational program. Optimism regarding success in related careers upon graduation was quantified as well. A questionnaire was sent out electronically to graduates of AUI with ...