Eru nytjaveiðar á síli raunhæfar við Ísland?

Meginmarkið þessarar ritgerðar er að skoða hvort nytjaveiðar á sandsíli við Ísland sé raunhæfur kostur. Skoðuð verða áhrif veiða á umhverfi og vistfræði auk hagfræðilegra sjónarmiða. Slæmt ástand sandsílastofnsins við Ísland hefur gert vísindamönnum erfitt fyrir við rannsóknir en hann er í sögulegu...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Tanja Dögg Guðjónsdóttir 1990-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/26937
Description
Summary:Meginmarkið þessarar ritgerðar er að skoða hvort nytjaveiðar á sandsíli við Ísland sé raunhæfur kostur. Skoðuð verða áhrif veiða á umhverfi og vistfræði auk hagfræðilegra sjónarmiða. Slæmt ástand sandsílastofnsins við Ísland hefur gert vísindamönnum erfitt fyrir við rannsóknir en hann er í sögulegu lágmarki. Þessvegna er nauðsynlegt að nýta rannsóknir úr svipuðum lífríkjum eins og í Norðursjó og við Noreg en þar eru stundaðar sílaveiðar í atvinnuskyni í stórum stíl og henta þau því vel til samanburðar. Sandsílastofnar hafa náttúrlega tilhneigingu til þess að sveiflast mikið vegna þess að þau eru skammlíf tegund og allir misbrestir á nýliðunarstofni skilar sér hratt inn í hrygningarstofninn. Sandsílið virðist vera mikilvægur hlekkur í vistkerfinu við Ísland en margar tegundir fugla, fiska og sjávarspendýra nýta sílið þó svo að þau séu ekki öll jafn háð framboði á því við fæðuöflun. Áhugi á sandsílaveiðum í atvinnuskyni við Ísland hefur verið eitthver í gegnum tíðina og þá sérstaklega þegar sílið var flutt inn og nýtt í beitu. Nýlegum umsóknum um tilraunaveiðar var þó hafnað vegna mikils meðafla við rannsóknarveiðar. Við Norðursjó og víðar er meðafli yfirleitt lítill og ekki vandamál. Sandsílaveiðar hafa þó alltaf verið umdeildar og hefur þeim stundum verið kennt um skort á sandsíli. Lykilorð : Sandsíli, nytjaveiðar, vistkerfi sjávar, Norðursjór, Ísland The aim of this study is to investigate the feasibility of commercial fishing of sandeel in Icelandic waters. Environmental, commercial and ecological aspects of the fisheries will be addressed. At the moment the sandeel population around Iceland has been at a historic low so little research has been possible in the Icelandic ecosystem. Therefore we will have to fill in the gaps with research from the North Sea and Norway. Sandeel is caught in big numbers in both of those areas and they both have similar ecosystems to the Icelandic one so we will be using them for comparison. Sandeel stocks have a natural tendency to variate greatly because they are a short-lived ...