Afglæpavæðing vímuefnaneyslu : „Ekki refsingu heldur hjálp”

Umræður um breytingar á stefnu vímuefnamála á Íslandi hafa farið hátt síðustu ár. Markmið þessarar ritgerðar er að skoða kosti og galla afglæpavæðingar á vímuefnaneyslu og skoða hvernig refsilögin eru í dag og mögulegar umbætur á þeim. Í dag eru 15 ár síðan vímuefni voru afglæpavædd í Portúgal og ve...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Lísbet Grönvaldt Björnsdóttir 1989-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/26935
Description
Summary:Umræður um breytingar á stefnu vímuefnamála á Íslandi hafa farið hátt síðustu ár. Markmið þessarar ritgerðar er að skoða kosti og galla afglæpavæðingar á vímuefnaneyslu og skoða hvernig refsilögin eru í dag og mögulegar umbætur á þeim. Í dag eru 15 ár síðan vímuefni voru afglæpavædd í Portúgal og verður skoðað hvernig þar hefur tekist til og hvort vert sé að gera slíkt hið sama á Íslandi. Nokkuð hefur verið rætt um þetta málefni á Alþingi og þar fara hæst þingmenn Pírata ásamt heilbrigðisráðherra, Kristjáni Þór Júlíussyni. Orðræðugreining var gerð á umræðum Alþingis og niðurstöður hennar voru að almennt voru þingmenn sammála um að refsingar fyrir neyslu vímuefna henti ekki að öllu leyti. Eitthvað þarf að gera til að breyta þeirri aukningu sem orðið hefur á neyslubrotum, en þeim fjölgaði úr 883 brotum árið 2009 í 1.725 brot árið 2013. Fara þarf mannúðlegri leiðir og veita aðstoð í stað þess að refsa, hvort sem neytandinn er ungur einstaklingur eða fíkill til margra ára. Taka þarf upp fleiri meðferðarúrræði og fræðslu sem byggir á skaðaminnkun. Einnig þarf að efla forvarnir til muna. Þetta kom fram bæði í umræðum á Alþingi og frá starfshópi heilbrigðisráðherra sem vann skýrslu um umbætur á stefnu vímuefnamála á Íslandi. Lykilhugtök: Afglæpavæðing, vímuefni, kannabis, skaðaminnkun, Portúgal, orðræðugreining. Discussions about changes in the drug policy in Iceland have been loud in past years. The aim of this thesis is to look at pros and cons of decriminalization on drugs and see how the criminal laws of Iceland are today and how they could be changed for the better. 15 years have passed since drugs were decriminalized in Portugal and this thesis will look into the possibility of doing the same in Iceland. This subject has been discussed at the Parliament and has it been the parliamentarians of the Pirate Party and the Minister of Health, Kristján Þór Júlíusson, which have kept the discussion going. Discourse analysis was done on the discussions at the Parliament and the results were mainly that the members of ...