Ástand kríuvarpa á Íslandi metið með eggjamælingum

Ástand kríuvarpa var metið á Íslandi með gögnum frá árinu 2006, þar sem ástand var almennt talið slæmt á landinu. Gögn frá árinu 2016 voru notuð til samanburðar. Lægð kom á sandsílastofninn við landið um 2005 sem hefur verið tengd við sveiflur í varpi margra sjófugla við landið. Sandsílið er aðalfæð...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hulda Elísabet Harðardóttir 1994-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/26930
Description
Summary:Ástand kríuvarpa var metið á Íslandi með gögnum frá árinu 2006, þar sem ástand var almennt talið slæmt á landinu. Gögn frá árinu 2016 voru notuð til samanburðar. Lægð kom á sandsílastofninn við landið um 2005 sem hefur verið tengd við sveiflur í varpi margra sjófugla við landið. Sandsílið er aðalfæða kríunnar á Suður- og Vesturlandi þar sem aðalútbreiðslusvæði þess er. Á Norður- og Austurlandi er ekki jafn mikið um sandsíli og gera má ráð fyrir að krían þar borði aðra smáfiska og krabbadýr. Út frá þessum upplýsingum voru skoðaðir þekktir ástandsþættir þ.e. upphaf varps, urpt og rúmmál eggja til að leggja mat á ástand kvenfugla við varp í nokkrum kólóníum dreifðum um landið. Einnig voru skoðaðir minna þekktir þættir, litur eggjarauðu og eggjaskurnarþykkt til að athuga hvort þeir tengdust þeim þáttum sem notaðir eru við mat á ástandi kvenfugla við varp. Niðurstöður mælinga sýna að ástand kríuvarpa var verra á Suður- og Vesturlandi heldur en á Norður- og Austurlandi. Upphaf varps var tengt við sjávarhita og byrjaði varp fyrr í kólóníum við kaldari sjó. Nokkuð góð fylgni fannst á lit eggjarauðu og upphafi varps, sem bendir til að hægt væri að nota litinn til að leggja mat á ástand kvenfugls við varp. Ekki fannst fylgni á milli eggjaskurnarþykktar og annara ástandsþátta og getur það verið vegna þess að kalk er ekki takmarkandi þáttur í fæðu kríunnar. Niðurstöðurnar styðja því við þá ályktun að ástand kríunnar var slæmt árið 2006, sérstaklega sunnan- og vestanlands þar sem sandsíli er megin fæðan. Conditions of Icelandic arctic tern (Sterna paradisaea) colonies in 2006 was evaluated by studies on an early stage breeding performance (egg laying). Anecdotal evidence suggest that 2006 was exceptionally poor for terns and thus in line with poor breeding performance of several other seabird species. Data from a single colony in 2016 was used for comparison. A continoued low recruitment in the sandeel (Ammodytes marinus) population since around 2005 has been linked with low breeding success of several seabird colonies in ...