Ást á alheiminum : kennsluverkefnið Biophilia

Markmið þessarar rannsóknar er að skoða áhrif kennsluverkefnisins Biophilia sem byggir á verkum samnefndar plötu Bjarkar Guðmundsdóttur. Biophilia er fyrsta app-hljómplata veraldar og spinnur saman í sköpunarverkinu, tónfræði, vísindi, hönnun og tækni (Háskóli Íslands, 2016). Með öppunum var markmið...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Olga Jóhanna Stefánsdóttir 1966-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/26780
Description
Summary:Markmið þessarar rannsóknar er að skoða áhrif kennsluverkefnisins Biophilia sem byggir á verkum samnefndar plötu Bjarkar Guðmundsdóttur. Biophilia er fyrsta app-hljómplata veraldar og spinnur saman í sköpunarverkinu, tónfræði, vísindi, hönnun og tækni (Háskóli Íslands, 2016). Með öppunum var markmiðið að þróa nýjar kennsluaðferðir í takt við nýja tíma og tækni með samþættingu þvert á námsgreinar og virkja þannig sköpunarkraft ungs fólks. Hér er rannsakað hvernig innleiðingverkefnisins hafi gengið, hver upplifun nemenda og kennara hafi verið af Biophiliu, ásamt áhrifum verkefnisins á skólastarfið að mati kennara og verkefnastjóra Biophilia. Rannsóknin er eigindleg og byggð upp á viðtölum sem tekin voru við sex kennara í þremur grunnskólum í Reykjavík þar sem kennsluverkefnið var á námskrá skólaárið 2015-2016, í samvinnu við Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Háskóla Íslands og Norrænu ráðherranefndina. Einnig voru tekin viðtöl við verkefnastjóra barnamenningar hjá Reykjavíkurborg sem hefur umsjón með innleiðingu Biophilia menntaverkefnisins í Reykjavík og verkefnastjóra Biophilia hjá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem í samvinnu við samstarfslöndin, sem sé Norðurlöndin, Álandseyjar, Grænland og Færeyjar, sá um innleiðingu Biophilia í skólastarfið í þeim löndum. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að mikil almenn ánægja virðist vera með kennsluverkefnið. Hefur verkefnið opnað möguleikann á fjölbreyttari kennsluháttum og meira svigrúm hefur myndast í skólunum fyrir tónlistarkennslu og skapandi vinnu nemenda. Innleiðing verkefnisins gekk ágætlega, en tók þó meiri tíma en áætlað var og gekk Biophilia þar af leiðandi mun betur á seinni önn, en þeirri fyrri í öllum skólunum. Nemendur hafa í verkefnavinnunni með Biophiliu náð að opna sig, ”komast út úr kassanum” og upplifað lærdóm með skapandi leiðum á skemmtilegan máta. Þeir nemendur sem að einhverju leyti voru utanveltu, stóðu illa að vígi í námi og nemendur með sérþarfir, náðu margir að blómstra í verkefninu og náðu meiri árangri námslega og félagslega ...