Ferðavenjur grunnskólabarna á landsbyggðinni – Hefur þjóðvegurinn áhrif?

Síðustu áratugi hefur bíllinn orðið æ stærri hluti af okkar daglegu tilveru. Stundum er gert grín að því að Íslendingar noti einkabílinn í stað yfirhafnar. Í skipulagsáætlunum af öllu tagi er nú meiri áhersla á sjálfbærni og ýmsa umhverfisþætti í tengslum við hana. Þar með á lýðheilsu. Með því að no...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Erna Bára Hreinsdóttir 1966-
Other Authors: Landbúnaðarháskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/26772
Description
Summary:Síðustu áratugi hefur bíllinn orðið æ stærri hluti af okkar daglegu tilveru. Stundum er gert grín að því að Íslendingar noti einkabílinn í stað yfirhafnar. Í skipulagsáætlunum af öllu tagi er nú meiri áhersla á sjálfbærni og ýmsa umhverfisþætti í tengslum við hana. Þar með á lýðheilsu. Með því að nota annan fararmáta en bílinn minnkum við útblástur, slit á umferðarmannvirkjum og minni líkur eru á að endurbyggja þurfi umferðarmannvirki til að koma til móts við umferðaraukningu. Slíkur lífsstíll stuðlar einnig að heilbrigði. Hvatning berst frá ýmsum opinberum aðilum um að landsmenn temji sé heilbrigðari lífsstíl, til að mynda með því að ganga eða hjóla til skóla og vinnu. Slíkt ætti að skila sér í betri líðan og kostnaður heilbrigðiskerfisins vegna lífstílstengdra sjúkdóma, svo sem sykursýki 2 og hjartasjúkdóma, ætti að minnka. Áhersla er lögð á að kenna börnum heilbrigða lífshætti til dæmis með því að þau gangi í skólann. Í Reykjavík eru flest grunnskólahverfi afmörkuð þannig að skólabörn þurfi ekki að fara yfir umferðarþungar götur á leið sinni til hverfisskóla. Jafnframt þurfa börn í Reykjavík sjaldan að ganga lengra en 800m til grunnskóla. Rannsókn sýnir að um 84% grunnskólabarna í Reykjavík ferðist með virkum hætti, þ.e. gangi eða hjóli, í skólann. En hvernig er staðan á landsbyggðinni? Er lífsstíll grunnskólabarna með öðrum hætti hvað varðar virkan ferðamáta? Til að gæta sanngirni er hér aðeins miðað við búsetu í innan við 800m frá grunnskóla. Í ljós kemur að hlutfall barna sem ferðast með virkum hætti til skóla í þéttbýliskjörnum á landsbyggðinni er talsvert lægra eða 66%. Aðstæður innan þeirra þéttbýliskjarna sem könnunin náði til eru ólíkar því sem gengur og gerist í höfuðborginni vegna þess að leitast var við að velja þéttbýliskjarna þar sem þjóðvegur liggur um íbúabyggð. Lögum samkvæmt skulu öll leyfileg farartæki komast um þjóðvegi og því fara landflutningar gjarnan um þá. Virkur ferðamáti grunnskólabarna í þéttbýli á landsbyggðinni sem ekki þurfa að fara yfir þjóðveg á leið sinni til skóla er 77% sem ...