Burstaormar (Liðormar) á Íslandsmiðum

Fyrsta heimild um burstaorma á Íslandi má rekja til Jóns Guðmundssonar lærða sem lýsir burstaormum í handriti frá árinu 1640. En síðasta yfirlit yfir alla burstaorma á Íslandsmiðum kom út í hefti í safnritinu Zoology of Iceland sem kom út árið 1951. Í heftinu var gerð grein fyrir öllum 223 burstaorm...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Rakel Dögg Óskarsdóttir 1980-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/26771
Description
Summary:Fyrsta heimild um burstaorma á Íslandi má rekja til Jóns Guðmundssonar lærða sem lýsir burstaormum í handriti frá árinu 1640. En síðasta yfirlit yfir alla burstaorma á Íslandsmiðum kom út í hefti í safnritinu Zoology of Iceland sem kom út árið 1951. Í heftinu var gerð grein fyrir öllum 223 burstaormategundum sem þekktust þá. Töflurnar frá 1951 voru uppfærðar með tilliti til þekkingar sem orðið hefur til síðan þá. Einnig voru íslensk og alþjóðleg vísindarit og gagnagrunnar skoðuð til að leita að nýjum burstaormategundum. Síðar hafa verið greindar 79 tegundir burstaorma við Ísland og flestar úr BIOICE sýnum og heildina hafa 313 tegundir burstaorma fundist á Íslandsmiðum. Þar af eru 13 tegundir sem hafa ekki fundist annars staðar en við Ísland. BIOICE leiðangrarnir leiddu líka í ljós að Grænland-Ísland-Færeyjahryggurinn (GIF) virkar sem landfræðileg hindrum á útbreiðslu margra tegunda burstaorma, sérstaklega djúpsjávarburstaormategunda. Hvort sem það er einungis hryggurinn sjálfur eða mismunandi sjávarskilyrði, sitt hvoru megin við hann eða hitastig sem stýra því, fer líklega eftir tegundum. Þær 13 tegundir sem eru lifa einungis við Ísland, lifa mun dýpra í sjónum en þær tegundir sem lifa annarsstaðar. Lykilorð: Burstaormar, Botndýr á Íslandsmiðum (BIOICE), Grænlands-Íslands-Færeyja- hryggurinn, The Zoology of Iceland. The first source mentioning Polychaeta around in Iceland is a manuscript by Jón "the learned” Guðmundsson written in 1640 .The last comprehensive overview of Polychaeta around Iceland was in Zoology of Iceland published in 1951 and listed the 223 Polychaeta species known there at that time. Since then further 79 species have been found. Icelandic and international scentific journals, and databases were searched for records of new Polychaeta species. Most of these new Polychaeta species were found in the BIOICE expeditions among them 13 species that have not been found anywhere else than around Iceland. Those expeditions also showed that the Greenland-Iceland-Faeroe ridge (GIF) acts as barrier to ...